Samúðarkveðjur og faraldur í nútíð stóðu upp úr í ræðu Melaniu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:38 Melania Trump flutti ræðu sína í rósagarði Hvíta hússins að viðstöddum áhorfendum, í þeirra hópi var eiginmaðurinn. Getty/ Alex Wong Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Melania Trump forsetafrú Bandaríkjanna biðlaði til þjóðar sinnar að láta af ofbeldi og glæpum í ræðu sinni í gærkvöldi, sem hún flutti í tilefni af landsfundi Repúblikana. Vísaði hún þar einkum til átaka sem orðið hafa milli þeldökkra og lögreglu í Wisconsin nýverið. Þá ræddi hún jafnframt um kórónuveirufaraldurinn í nútíð og vottaði aðstendum látinna samúð, það þykir greinendum eftirtektarvert. Melania Trump heldur sig yfirleitt til hlés, en ræða hennar var flutt í rósagarði Hvíta hússins fyrir framan lítinn hóp áhorfenda. Eiginmaður hennar, Donald Trump Bandaríkjaforseti, var þeirra á meðal. Demókratar telja gagnrýnivert að hún hafi flutt ræðu sína við Hvíta húsið, það sé léleg nýting á opinberum fjármunum og að kosningaræður sem þessar skuli heldur fluttar innan landsfundarumgjarðarinnar. Forsetafrúin hvatti Bandaríkjamenn til að sameinast og láta kynþáttafordóma aldrei ráða för, saga landsins hefði ekki alltaf verið falleg. Bandaríkjamenn væru ekki stoltir af öllu því sem gert hefði verið í fortíðinni, en hún lagði áherslu á að litið væri til framtíðar um leið og menn dregðu lærdóm af því sem liðið væri. Þá vottaði forsetafrúin samúð sína þeim sem ættu um sárt að binda vegna faraldurs kórónuveirunnar. Umfjöllun hennar um faraldurinn var jafnframt í nútíð, þ.e. að hann sé enn yfirstandandi. Það þykir greinendum vestanhafs eftirtektarvert því fyrri ræðumenn, eins og efnahagsráðgjafinn Larry Kudlow, hafi látið að hljóma eins og farsóttin sé vandamál fortíðar. Smittölur í Bandaríkjunum segja hins vegar aðra sögu. Að sama skapi hafi lítið verið um samúðarkveðjur á flokksþinginu til þessa. CNN slær því þannig upp að „loksins“ votti forsetafrúin samúð sína til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna faraldursins. Melania Trump hrósaði jafnframt eiginmanni sínum fyrir einlægni og sagði að hreinskilni væri það sem þjóðin ætti skilið frá forseta landsins. Bandaríkjaforseti segi það sem hann hugsar. Samkvæmt skoðanakönnunum er stuðningur við Trump Bandaríkjaforseta heldur minni en við Joe Biden forsetaframbjóðanda Demókrata.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40
Jákvæðninni kastað fyrir borð á „Trump sýningunni“ Fyrsta kvöld landsfundar Repúblikanaflokksins fór fram í gær og hlaut Donald Trump, forseti, formlega tilnefningu flokksins. 25. ágúst 2020 10:20