Rétt húsnæði á réttum stað á réttum tíma Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:00 Skömmu áður en að kórónuveiran skall á landsmenn af fullum þunga voru blikur á lofti á fasteignamarkaði samkvæmt íbúðatalningu Samtaka Iðnaðarins (SI). Talningin, sem fór síðast fram í mars síðastliðnum, bendir til verulegs samdráttar á íbúðum í byggingu, einkum og sér í lagi á fyrstu byggingarstigum eða um 42%. Leita þarf aftur til áranna 2011-2012 til að finna viðlíka samdrátt í íbúðabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegum mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur jafnframt fram að meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að lengjast og að á meðal nýrra íbúða hefur íbúðum sem seljast á yfirverði fækkað hlutfallslega og íbúðum á undirverði fjölgað. Af þessu má í einföldu máli draga nokkrar ályktanir. Það er yfirvofandi skortur á fasteignamarkaði sem á árunum 2023-2026 gæti líkst skortinum sem var uppi á árunum 2016-2017. Skorturinn gæti leitt til verðhækkana sem koma verst við viðkvæmustu hópa samfélagsins á tímum mikilla efnahagsþrenginga. Þá er einnig ljóst að nýjar íbúðir eru ekki að svara kalli markaðarins ef marka má gögn um sölutíma og söluverð. Með öðrum orðum: Það er ekki verið að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stað á réttum tíma. Samstíga um lausnir Á síðustu árum hafa margir spurt sig hvað sé til ráða og ljóst er að vandinn er margslunginn og lausnirnar þar af leiðandi líka. Það góða við stöðuna er að ekki virðist vera mikill ágreiningur um hvaða skref þarf að stíga til að ráðast að rót vandans. Ein af lykillausnunum í þeim efnum er aukin yfirsýn sem byggir á rauntímaupplýsingum. Mikilvægt skref í þá átt var stigið með sameiningu hluta Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í HMS en á meðal verkefna HMS er rafræn byggingargátt sem miklar vonir eru bundnar við. Þá er einnig rétt að nefna Byggingavettvanginn en hann er samráðsvettvangur hagaðila í byggingariðnaði hvers hlutverk er er að „tryggja og efla samtal lykilaðila, stuðla að meiri samhæfingu greinarinnar og betra samstarfi auk þess að auka nýsköpun, rannsóknir og þróun” líkt og fram kemur á heimasíðu verkefnisins. Spennandi breytingar Að Byggingavettvanginum standa SI, HMS, Framkvæmdasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð, Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Skipulagsstofnun en forystufólk þessara stofnana og samtaka eru á meðal þeirra sem hafa verið leiðandi í umræðunni um nauðsynlegar úrbætur á sviði skipulags- og byggingarmála. Ýmsar tillögur að lausnum hafa litið dagsins ljós að undanförnu og felast margar af þeim í stafrænni þróun og ýmiskonar tæknilausnum á borð við rafrænu byggingargáttina. Skipurit hafa tekið breytingum af þessum sökum og hefur SÍS til að mynda ráðið í starf breytingastjóra stafrænnar þjónustu og í nýlegu skipuriti Skipulagstofnunar varð til nýtt starf forstöðumanns nýsköpunar og þróunar. Nú í ágúst birtist síðan skýrsla starfshóps til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál þar sem m.a. er lögð rík áhersla á rafræna stjórnsýslu og stafrænar lausnir. Allt er þetta mjög til bóta og spennandi breytingar í farvatninu. Betur má ef duga skal Margir myndu halda að rauntímatölur- og gögn um skipulags- og byggingariðnaðinn væru á reiðum höndum og öllum aðgengilegar á upplýsingaöld. Svo er hinsvegar ekki og afleiðingarnar hafa löngum leitt til óþarfa sveiflna sem hafa áhrif á lífsgæði almennings og alla þá 14.000 einstaklinga sem starfa við mannvirkjagerð á Íslandi. Hægt en örugglega eru hinsvegar að verða til innviðir í kerfinu í formi nýrra starfa og samstarfsvettvanga sem miða að því að skapa og nýta stafrænar lausnir sem eru sannarlega innan seilingar (e. low hanging fruits) og til þess fallnar að veita áður óþekkta og nauðsynlega yfirsýn yfir þetta mikilvæga svið. Betur má hinsvegar ef duga skal í ljósi ofangreindra upplýsinga og ekki seinna vænna að byrja að smyrja stafrænu hjólin í samstarfi við einkaaðila til að húsnæðisskortur bætist ekki við ófyrirséðar afleiðingar kórónuveirufaraldursins á komandi árum. Nýtum okkur tæknina til að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stöðum á réttum tíma. Til þess er hún. Höfundur er skipulagsfræðingur og stofnandi Planitor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Skömmu áður en að kórónuveiran skall á landsmenn af fullum þunga voru blikur á lofti á fasteignamarkaði samkvæmt íbúðatalningu Samtaka Iðnaðarins (SI). Talningin, sem fór síðast fram í mars síðastliðnum, bendir til verulegs samdráttar á íbúðum í byggingu, einkum og sér í lagi á fyrstu byggingarstigum eða um 42%. Leita þarf aftur til áranna 2011-2012 til að finna viðlíka samdrátt í íbúðabyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýlegum mánaðarskýrslum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur jafnframt fram að meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er að lengjast og að á meðal nýrra íbúða hefur íbúðum sem seljast á yfirverði fækkað hlutfallslega og íbúðum á undirverði fjölgað. Af þessu má í einföldu máli draga nokkrar ályktanir. Það er yfirvofandi skortur á fasteignamarkaði sem á árunum 2023-2026 gæti líkst skortinum sem var uppi á árunum 2016-2017. Skorturinn gæti leitt til verðhækkana sem koma verst við viðkvæmustu hópa samfélagsins á tímum mikilla efnahagsþrenginga. Þá er einnig ljóst að nýjar íbúðir eru ekki að svara kalli markaðarins ef marka má gögn um sölutíma og söluverð. Með öðrum orðum: Það er ekki verið að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stað á réttum tíma. Samstíga um lausnir Á síðustu árum hafa margir spurt sig hvað sé til ráða og ljóst er að vandinn er margslunginn og lausnirnar þar af leiðandi líka. Það góða við stöðuna er að ekki virðist vera mikill ágreiningur um hvaða skref þarf að stíga til að ráðast að rót vandans. Ein af lykillausnunum í þeim efnum er aukin yfirsýn sem byggir á rauntímaupplýsingum. Mikilvægt skref í þá átt var stigið með sameiningu hluta Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í HMS en á meðal verkefna HMS er rafræn byggingargátt sem miklar vonir eru bundnar við. Þá er einnig rétt að nefna Byggingavettvanginn en hann er samráðsvettvangur hagaðila í byggingariðnaði hvers hlutverk er er að „tryggja og efla samtal lykilaðila, stuðla að meiri samhæfingu greinarinnar og betra samstarfi auk þess að auka nýsköpun, rannsóknir og þróun” líkt og fram kemur á heimasíðu verkefnisins. Spennandi breytingar Að Byggingavettvanginum standa SI, HMS, Framkvæmdasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð, Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og Skipulagsstofnun en forystufólk þessara stofnana og samtaka eru á meðal þeirra sem hafa verið leiðandi í umræðunni um nauðsynlegar úrbætur á sviði skipulags- og byggingarmála. Ýmsar tillögur að lausnum hafa litið dagsins ljós að undanförnu og felast margar af þeim í stafrænni þróun og ýmiskonar tæknilausnum á borð við rafrænu byggingargáttina. Skipurit hafa tekið breytingum af þessum sökum og hefur SÍS til að mynda ráðið í starf breytingastjóra stafrænnar þjónustu og í nýlegu skipuriti Skipulagstofnunar varð til nýtt starf forstöðumanns nýsköpunar og þróunar. Nú í ágúst birtist síðan skýrsla starfshóps til ráðherra um tillögur átakshóps í húsnæðismálum varðandi skipulagsmál þar sem m.a. er lögð rík áhersla á rafræna stjórnsýslu og stafrænar lausnir. Allt er þetta mjög til bóta og spennandi breytingar í farvatninu. Betur má ef duga skal Margir myndu halda að rauntímatölur- og gögn um skipulags- og byggingariðnaðinn væru á reiðum höndum og öllum aðgengilegar á upplýsingaöld. Svo er hinsvegar ekki og afleiðingarnar hafa löngum leitt til óþarfa sveiflna sem hafa áhrif á lífsgæði almennings og alla þá 14.000 einstaklinga sem starfa við mannvirkjagerð á Íslandi. Hægt en örugglega eru hinsvegar að verða til innviðir í kerfinu í formi nýrra starfa og samstarfsvettvanga sem miða að því að skapa og nýta stafrænar lausnir sem eru sannarlega innan seilingar (e. low hanging fruits) og til þess fallnar að veita áður óþekkta og nauðsynlega yfirsýn yfir þetta mikilvæga svið. Betur má hinsvegar ef duga skal í ljósi ofangreindra upplýsinga og ekki seinna vænna að byrja að smyrja stafrænu hjólin í samstarfi við einkaaðila til að húsnæðisskortur bætist ekki við ófyrirséðar afleiðingar kórónuveirufaraldursins á komandi árum. Nýtum okkur tæknina til að byggja rétta tegund af húsnæði, á réttum stöðum á réttum tíma. Til þess er hún. Höfundur er skipulagsfræðingur og stofnandi Planitor
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun