Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 12:24 Þýsku læknarnir fyrir utan sjúkrahúsið í Omsk. AP/Evgeniy Sofiychuk Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. Fjölskylda stjórnarandstöðuleiðtogans hefur þó ekki fengið að flytja hann. Yulia Navalnaya, eiginkona Navalny, hefur sent Vladimir Pútín, forseta Rússlands, persónulegt bréf og beðið hann um að heimila flutninginn en aðstandendur Navalny eru sannfærðir um að það sé ríkisstjórn Pútíns sem standi í vegi fyrir flutningunum. Navalny, sem leitt hefur stjórnarandstöðuna í Rússlandi, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í gær og var hann fluttur á sjúkrahús í borginni Omsk eftir neyðarlendingu skömmu eftir flugtak. Kira Yarmysh, talskona Navalny, var með honum í för og hefur verið á sjúkrahúsinu síðan hann var lagður þar inn. Hún segir að læknar hafi áður verið búnir að heimila flutninginn til Þýskalands en þeir hafi svo skipt um skoðun. Представитель омской больницы заявил, что Навальный не был отправлен. То есть час назад нам говорили про смертельный яд, опасный для окружающих, а теперь - что токсины не найдены. Что у них вообще происходит? pic.twitter.com/D1Dl6EYcHi— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 21, 2020 Hún sagði þýsku læknana hafa farið inn í sjúkrahúsið og ekki sé vitað hvar þeir séu. Allir innlendir læknar virðist hafa horfið af sjúkrahúsinu. Fyrr í morgun birti hún svo mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem voru á skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins og neituðu að segja hverjir þeir væru. Einn af samstarfsmönnum Navalny sagði lögreglu hafa tilkynnt sér að eitur hafi fundist í blóði hans. Læknar sögðu svo í kjölfarið að ekkert eitur hefði fundist. Aðstandendur Navalny segjast þó hafa fengið mjög misvísandi svör frá læknum sjúkrahússins. Meðal annars það að blóðsykur hans gæti hafa lækkað hratt um borð í flugvélinni. Aðstandendur hans brugðust reiðir við því og sögðu það varla tilefni til að meina þeim að flytja hann til Þýskalands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að flutningur Navalny verði leyfður og að hin meinta eitrun verði rannsökuð vel og fljótt. Þá eru þýskir embættismenn einnig búnir að vera í samskiptum við embættismenn í Rússlandi vegna málsins.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57