Kompás: „Hélt þetta væri bara venjulegt kvef“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 18:45 Kompás ræðir við fjóra Íslendinga sem allir hafa verið í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir/Stöð 2 Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira