Kompás: „Hélt þetta væri bara venjulegt kvef“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. mars 2020 18:45 Kompás ræðir við fjóra Íslendinga sem allir hafa verið í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir/Stöð 2 Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Íslendingar sem setið hafa í einangrun vegna kórónuveirunar segja að fyrstu einkenni hafi líkst venjulegu kvefi. Þeir hafi þó vegna umfjöllunar farið í sóttkví. Vel á sjötta hundrað Íslendinga sitja í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Í Kompás sem verður sýndur á Vísi í fyrramálið er rætt við fjóra þeirra sem síðustu daga og vikur hafa verið einangraðir frá sínum nánustu og samfélaginu í heild. Allir hafa þeir misjafna sögu að segja hvernig veiran lagðist yfir. Sumir lögðust inn á spítala á meðan aðrir hafa vart fundið fyrir einkennum. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum liggur ekki fyrir hvers vegna kórónuveiran herjar misjafnlega á fólk.Hera Sólveig þurfti að fara á spítala þegar einkenni veirunnar versnuðu.Vísir/Stöð 2Eins og að anda inn efni sem var að brenna lungun „Fyrst var þetta bara hósti og þess vegna hélt ég að ég væri bara með venjulegt kvef. Síðan fór mig að svíða mjög mikið í augun og svo einnig að anda inn. Þá bara var eins og maður væri að anda inn einhverju efni sem var bara að brenna lungun,“ segir Hera Sólveig Ívarsdóttir sem áttaði sig á því að hún væri lasin skömmu eftir komuna frá Seattle þar sem hún býr. Þegar Hera áttaði sig á því að hún væri lasin fór hún í sóttkví og síðar einangrun.Páll og Ingi eru enn í einangrun getta stytt hvor öðrum stundir.Vísir/Stöð 2Hafa verið í einangrun saman og nær einkennalausir „Við vorum með væg einkenni þegar við komum heim þannig að okkur grunaði að við værum með þetta. Bara nokkrar kommur af hita, hósti og bara mikil þreyta. Pínu hæsi. Þetta dettur líka í mann á miðjum degi, þá verður maður bara mjög orkulítill upp úr þurru. Það slær mann aðeins niður,“ segja Páll Bergmann og Ingi Hilmar Thorarensen sem báðir greindust með COVID19 og hafa verið í einangrun saman.Björn Ingi Knútsson hefur verið í einangrun í meira en átján daga.Vísir/Stöð 2Einkennin vörðu í svo langan tíma „Ég hef ekki fundið fyrir svona einkennum áður. Ekki svona langvinnum. Þetta er búið að vara í svo langan tíma,“ segir Björn Ingi Knútsson, sem hefur verið í einangrun í sumarbústað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira