Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. mars 2020 03:45 Frá undirritun kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Jóhann K. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21