Kórónutilfellin yfir þúsund í Bandaríkjunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2020 07:11 Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Vísir/getty Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn. Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Minnst þúsund Bandaríkjamenn hafa nú greinst með veirusýkinguna Covid-19 og þrjátíu hafa látið lífið þar vestra. Washington hefur farið verst allra fylkja úr kórónuveirunni en ríkisstjórinn íhugar nú samkomubann. Veiran er einnig í mikilli útbreiðslu í New York og Kaliforníu. Á mánudag voru tilfellin 550 en síðan þá hefur fjöldi smitaðra nánast tvöfaldast.Ítalir reyna að aðlagast lífinu í sóttkví Á Ítalíu er götur og torg, sem vanalega iða af lífi, tóm og skólar lokaðir vegna samkomu-og ferðabanns stjórnvalda sem reyna nú með íþyngjandi aðgerðum að stemma stigu við faraldrinum. Ítalir misstu tökin á verkefninu um stund en um rúmlega tíu þúsund tilfelli sýkinga eru nú á Ítalíu og hefur veiran dregið þar alls 631 til dauða. Sérfræðingar segja að aðgerðirnar muni að öllum líkindum hægja á útbreiðslu en heilbrigðiskerfið á Ítalíu er að kikna undan álagi. Aðgerðirnar hafa langt því frá verið sársaukalausar. Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. Eiginmaður hennar lést aðfaranótt mánudags, að því er virðist vegna kórónuveirusýkingar og því hefur heilbrigðisstarfsfólki ekki verið unnt að fjarlægja lík hans vegna strangra sóttvarnaskilyrða.Sjá nánar: Í sóttkví með líki eiginmanns sínsYfirvöld í Suður-Kóreu tilkynntu í upphafi vikunnar að staðfestum tilfellum fari nú fækkandi í landinu en heilbrigðisyfirvöld binda vonir við að það sé merki um árangur í baráttunni gegn útbreiðslunni en að ekki sé um vangreiningu að ræða.Heilbrigðisráðherra Bretlands með veiruna Nadine Dorries, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur greinst með kórónuveiruna. Breskir miðlar greindu frá þessu í gærkvöldi en haft er eftir Dorries að hún sé í einangrun heima hjá sér. Hún segist hafa fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda til hins ítrasta eftir að smitið var staðfest og er nú unnið að því að rekja ferðir hennar. Enn er óljóst hvaða áhrif sýkingin mun hafa á starfsemi ráðuneytis hennar og neðri deildar breska þingsins - þar sem Dorries situr fyrir fyrir Íhaldsflokkinn.
Bandaríkin Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Suður-Kórea Tengdar fréttir Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48 Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33 Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55 Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Sjá meira
Ítalir þurfa ekki að borga af húsnæðislánum sínum í sóttkví Ítalir munu ekki þurfa að borga af húsnæðislánum sínum meðan kórónuveirufaraldurinn geisar þar í landi. 10. mars 2020 11:48
Íþróttaviðburðum á Ítalíu frestað til 3. apríl Öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu hefur verið frestað þangað til 3. apríl en þetta tilkynnti Ólympíusamband Ítalíu nú í dag. 9. mars 2020 17:33
Í sóttkví með líki eiginmanns síns Ítölsk kona situr nú föst með líki eiginmanns síns á heimili þeirra hjóna í bænum Borghetto Santo Spirito, skammt frá Genoa á norðvesturströnd Ítalíu. 11. mars 2020 06:55
Mörg þúsund í sóttkví á skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu Búið er að staðfesta tuttugu og eitt kórónuveirusmit um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Kaliforníu í Bandaríkjunum nærri San Fransisco. 7. mars 2020 09:55