Breyting á lyfjalögum samþykkt með hraði vegna kórónuveirunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:12 Málið var afgreitt með hraði á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna. Alþingi Lyf Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Lyf Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira