Þarf ekki að greiða leigu vegna umdeilds gistiskýlis sem komst ekki á koppinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2020 09:00 Útlendingastofnun var óheimilt að opna gistiskýli fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Bíldshöfða 18. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í dómsmáli í tengslum við leigu á umdeildu gistiskýli fyrir hælisleitendur sem fyrirhugað var við Bíldshöfða. Stofnunin þarf ekki að greiða leigu sem Riverside ehf. taldi sig eiga inni auk þess sem að Riverside ehf. þarf ekki að endurgreiða leigugreiðslur sem það hafði þegar fengið frá stofnuninni. Forsaga málsins er sú að Útlendingastofnun tók til leigu stóran hluta efri hæðar Bíldshöfða 18 og hafði í hyggju að hýsa þar allt að 70 hælisleitendur. Eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu lögðust strax gegn áformum Útlendingastofnunar og töldu að reksturinn myndi hafa í för með sér ónæði, röskun og óþægindi. Upphaflega synjaði Reykjavíkurborg Útlendingastofnun um breytingu á nýtingu húsnæðisins en Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti undanþágu frá ákvæðum reglugerðar. Lögbann var hins vegar lagt á breytinguna á skipulaginu og í maí árið 2018 komst Héraðsdómur Reykjavíkur að þeirri niðurstöðu að Útlendingastofnun væri óheimilt að opna gistiskýlið. Ekkert varð því af opnun þess. Riverside vildi leigu og Útlendingastofnun vildi fá endurgreiðslu Síðar höfðaði Riverside ehf., sem leigði Útlendingastofnun umrætt rými, mál á hendur stofnuninni og krafðist félagið þess að fá greidda leigu fyrir umrætt rými fyrir ákveðið tímabil, sem Útlendingastofnun hafði neitað að greiða. Útlendingastofnun höfðaði gagnsök gegn Riverside í málinu og krafðist þess að fá endurgreidda þriggja mánaða leigu sem stofnunin hafði þegar greidd Riverside ehf., þar sem stofnunin hafi ekki getað notað húsnæðið. Dómur í málinu var kveðinn upp í morgun og sýknaði héraðsdómur Riverside ehf. og Útlendingastofnun af kröfum hvors annars í málinu. Riverside ehf. þarf þó að greiða Útlendingastofnun 1,5 milljónir króna í útlagðan kostnað sem ekki var deilt um í málinu. Atli Már Ingólfsson, lögmaður Riverside ehf., segir í samtali við Vísi að málinu verði áfrýjað til Landsréttar.
Dómsmál Félagsmál Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Útlendingastofnun ekki heimilt að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur Að því gefnu að dómnum verði ekki áfrýjað, geta eigendur fasteignanna krafist aðfarar á grundvelli dómsins. 31. maí 2018 15:00