Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:18 Verkfall félagsmanna Eflingar hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. Að því er segir í tilkynningu Eflingar hlítir félagið niðurstöðu dómsins og því verður af boðuðu verkfalli sem hafði verið samþykkt. Það voru Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla, sem fóru með málið fyrir Félagsdóm. „Rök dómsins voru á þann veg að þar sem kjör félagsmannanna sem í hlut eiga hafa tekið mið af kjarasamningi Eflingar við Reykjavíkurborg þá hljóti verkfallið að teljast vera gert af hálfu félagsmannanna í þeim tilgangi að bæta eigin kjör, fremur en að sýna eingöngu samstöðu með borgarstarfsmönnum í verkfalli. Dómurinn í klofnaði í afstöðu sinni og vildi einn dómari sýkna Eflingu og dæma verkfallið lögmætt á þeim forsendum sem félagið byggði á. Samtök atvinnulífsins flutti málið fyrir hönd Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK) og héldu ofangreindu sjónarmiði á lofti í sínum málflutningi. Efling mótmælti rökum Samtaka atvinnulífsins og benti á að jafnvel þótt kjör félagsmanna hjá SSSK hafi tekið mið af samningi við Reykjavíkurborg þá hafi ætlun og yfirlýst markmið verkfallsins sannarlega verið að sýna samstöðu með starfsfólki Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningu Eflingar. Þar er jafnframt haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni félagsins, að dómur Félagsdóms þrengi rétt verkafólks til samúðarverkfalla með því að setja „mjög ströng skilyrði um að kjör hópa megi ekki tengjast.“ „„En auðvitað er líka ágætt að dómur hafi fallið og er þá hægt að taka tillit til þess í hugsanlegum verkfallsaðgerðum þegar fram líða stundir,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira