Kamala Harris lýsir yfir stuðningi við Biden Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 15:46 Joe Biden og Kamala Harris í kappræðum fyrr í vetur. Vísir/Getty Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. Þrír eru enn í framboði í forvali flokksins; öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og fulltrúadeildarþingmaðurinn Tusli Gabbard. Aðrir frambjóðendur hafa dregið framboð sitt til baka en ljóst er að annað hvort Sanders eða Biden munu hljóta tilnefninguna. Í myndbandi sem Harris birti á Twitter-síðu sinni sagðist hún hafa mikla trú á Biden. Hún hafi þekkt hann lengi og væri viss um að hann væri maðurinn sem gæti sameinað þjóðina. „Eitt af því sem við þurfum núna er leiðtogi sem er raunverulega annt um fólk og getur þar með sameinað fólk. Ég trúi því að Joe geti gert það,“ sagði Harris. Hún biðlaði til stuðningsmanna sinna að styðja við Biden í forvalinu þar sem mikið væri í húfi. „Styðjið þið Joe með mér og klárum þetta.“ .@JoeBiden has served our country with dignity and we need him now more than ever. I will do everything in my power to help elect him the next President of the United States. pic.twitter.com/DbB2fGWpaa— Kamala Harris (@KamalaHarris) March 8, 2020 Óhætt er að segja að Biden sé í góðri stöðu í forvalinu sem stendur. Eftir ofurþriðjudaginn svokallaða náði hann að gera forvalið að tveggja manna keppni milli hans og Sanders en Biden bar sigur úr býtum í tíu ríkjum af fjórtán. Hann er nú með 664 landsfundarfulltrúa gegn 573 landsfundarfulltrúum Sanders. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til þess að tryggja sér tilnefninguna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26 Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrum frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins, Kamala Harris, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden í forvali flokksins. Þrír eru enn í framboði í forvali flokksins; öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og fulltrúadeildarþingmaðurinn Tusli Gabbard. Aðrir frambjóðendur hafa dregið framboð sitt til baka en ljóst er að annað hvort Sanders eða Biden munu hljóta tilnefninguna. Í myndbandi sem Harris birti á Twitter-síðu sinni sagðist hún hafa mikla trú á Biden. Hún hafi þekkt hann lengi og væri viss um að hann væri maðurinn sem gæti sameinað þjóðina. „Eitt af því sem við þurfum núna er leiðtogi sem er raunverulega annt um fólk og getur þar með sameinað fólk. Ég trúi því að Joe geti gert það,“ sagði Harris. Hún biðlaði til stuðningsmanna sinna að styðja við Biden í forvalinu þar sem mikið væri í húfi. „Styðjið þið Joe með mér og klárum þetta.“ .@JoeBiden has served our country with dignity and we need him now more than ever. I will do everything in my power to help elect him the next President of the United States. pic.twitter.com/DbB2fGWpaa— Kamala Harris (@KamalaHarris) March 8, 2020 Óhætt er að segja að Biden sé í góðri stöðu í forvalinu sem stendur. Eftir ofurþriðjudaginn svokallaða náði hann að gera forvalið að tveggja manna keppni milli hans og Sanders en Biden bar sigur úr býtum í tíu ríkjum af fjórtán. Hann er nú með 664 landsfundarfulltrúa gegn 573 landsfundarfulltrúum Sanders. Frambjóðandi þarf 1.991 fulltrúa til þess að tryggja sér tilnefninguna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26 Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30 Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 15:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32
Ætlar ekki að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda að sinni Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, hefur dregið framboð sitt í forvali Demókrataflokksins til baka. 5. mars 2020 18:26
Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. 3. mars 2020 18:30