„PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 15:30 Úr settinu í gær. vísir/skjáskot Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Sjá meira