„PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 15:30 Úr settinu í gær. vísir/skjáskot Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að PSG eigi möguleika á að vinna Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en til þess þurfa þeir að eiga sinn allra besta leik. Bayern tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í gærkvöldi með sigri á Lyon og PSG hafði betur gegn Leipzig í fyrrakvöld. Kjartan Atli Kjartansson, Atli Viðar Björnsson, Jóhannes Karl Guðjónsson og Freyr spáðu í spilin fyrir úrslitaleikinn í gær. „Við erum búnir að fara yfir pressuna hjá Bayern en það sem við munum sjá hjá PSG er að þeir eru betri að spila sig út úr fyrstu pressunni en nokkurn tímann Lyon eru og munu eflaust verða,“ sagði Jóhannes Karl. „Þeir eru líka með hraða til þess að komast aftur fyrir vörn Bayern sem mun halda línunni hátt. Þó að Bayern verði snöggir að koma sér aftur niður í varnarstöðu þá eru þeir líka með sendingargetu, gæði og aftur geta þeir farið í hlaup og stungið sér enn aftur fyrir. Þar munu þeir vera hættulegir.“ „Þessu þarf Bayern að geta stýrt varnarlega til þess að stoppað gríðarlega gott PSG-liðið.“ Atli Viðar segir að með færunum sem Lyon hafði fengið í kvöld, þá hefði PSG refsað þýsku meisturunum. „Það eru miklu meiri gæði í fremstu mönnum PSG en nokkurn tímann hjá Lyon. Ég held að þeir séu miklu líklegri til þess að refsa Bayern. Á fyrsta korterinu í kvöld [í gær] þá hefði PSG skorað með öllum þessum möguleikum sem Lyon fékk.“ „Ef Bayern ætlar að vera svona „sloppy“ eins og þeir voru á fyrsta korterinu og missa þá í gegnum sig, þá held ég að það séu meiri líkur á því að PSG sé að fara stríða þeim.“ Freyr segir að möguleikinn sé til staðar fyrir PSG en það sé hins vegar erfiður þýskur risi sem bíður þeirra. „Varnarlega finnst mér PSG í góðu jafnvægi, þrátt fyrir að vera með einn til tvo hálfgerða svindlkalla í varnarleiknum. Mér finnst Neymar búinn að bæta það gríðarlega. Þeir mega ekki gefa þeim mikið pláss á vængjunum því þá ná þeir yfirtölu. PSG getur klárlega unnið en þeir þurfa þá að eiga sinn allra besta dag.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Spáð í úrslitaleikinn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira