Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 13:45 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. Stuttur fyrirvari gerði starfsfólki Norrænu erfitt fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til farþega sem áttu bókaða ferð til Íslands. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi segir samtal milli fyrirtækisins og stjórnvalda vera mjög gott en í þetta skipti hafi fyrirvarinn einfaldlega verið of stuttur fyrir alla. Hertar aðgerðir voru kynntar á föstudag og útfærsla á breyttum reglum hafi ekki legið almennilega fyrir fyrr en á mánudag. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line „Fólk er farið af stað sem er að fara í Norrænu. Það var alveg ótrúlega lítill fyrirvari á því að geta látið þau vita að reglurnar væru breyttar,“ segir Linda í samtali við Vísi. Hún segir starfsfólk hafa sent út SMS og tölvupósta og síðan dreift útprentuðum blöðum til farþega þegar þeir komu til Hirsthals í Danmörku með helstu upplýsingum varðandi tvöfalda skimun og sóttkví. Þar hafi farþegum verið gert ljóst að þeir gætu ekki verið í sóttkví á tjaldstæðum. „Það urðu töluvert af afbókunum í gær við skipið. Þetta er allt öðruvísi viðskiptahópur sem er að koma með skipi heldur en flugi. Þetta er fólk sem er búið að undirbúa ferðina í lengri tíma og leggja af stað með meiri fyrirvara heldur en fólk sem er að fara í flug.“ Ákjósanlegra ef farþegar gætu verið í sóttkví á tjaldstæðum Linda bendir á að sá hópur sem ferðast með Norrænu er oft í eldri kantinum og því sé ekki hægt að treysta á að upplýsingar skili sér samstundis með tölvupósti, enda ekki allir sem skoði hann reglulega. Líkt og áður sagði hafi margir lagt af stað með miklum fyrirvara og breyttar reglur setji plön margra í uppnám. Eftir að hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í dag þurfa allir farþegar að fara í tvær sýnatökur og dvelja 4-5 daga í sóttkví. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra staða sem fólk dvelur á í sóttkví og má til að mynda hvorki stoppa í vegasjoppum né nota sameiginlega salernisaðstöðu. Þannig er ekki heimilt að dvelja á tjaldstæðum. Linda segir það hafa verið ákjósanlegra fyrir marga farþega að geta verið á tjaldstæðum, enda margir farþegar Norrænu sem ferðast með húsbíla og fellihýsi. „Það hefði hentað okkar viðskiptamönnum mjög vel ef það væri hægt að taka sóttkvína á tjaldstæði.“ Í næstu viku mun Norræna byrja að sigla eftir vetraráætlun og mun skipið stoppa lengur í hvert skipti. Linda segir þann farþegahóp vera mikilvægan fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi og samtal sé hafið við sóttvarnayfirvöld hvort hægt sé að finna útfærslu á því. „Þá gistir það um borð og fer í ferðir þar sem það heimsækir ferðamannastaði á Austurlandi og er þá að borða og skoða útsýnisstaðina, en samkvæmt þessu má fólk ekkert fara úr rútunni.“ Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. Stuttur fyrirvari gerði starfsfólki Norrænu erfitt fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til farþega sem áttu bókaða ferð til Íslands. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi segir samtal milli fyrirtækisins og stjórnvalda vera mjög gott en í þetta skipti hafi fyrirvarinn einfaldlega verið of stuttur fyrir alla. Hertar aðgerðir voru kynntar á föstudag og útfærsla á breyttum reglum hafi ekki legið almennilega fyrir fyrr en á mánudag. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line „Fólk er farið af stað sem er að fara í Norrænu. Það var alveg ótrúlega lítill fyrirvari á því að geta látið þau vita að reglurnar væru breyttar,“ segir Linda í samtali við Vísi. Hún segir starfsfólk hafa sent út SMS og tölvupósta og síðan dreift útprentuðum blöðum til farþega þegar þeir komu til Hirsthals í Danmörku með helstu upplýsingum varðandi tvöfalda skimun og sóttkví. Þar hafi farþegum verið gert ljóst að þeir gætu ekki verið í sóttkví á tjaldstæðum. „Það urðu töluvert af afbókunum í gær við skipið. Þetta er allt öðruvísi viðskiptahópur sem er að koma með skipi heldur en flugi. Þetta er fólk sem er búið að undirbúa ferðina í lengri tíma og leggja af stað með meiri fyrirvara heldur en fólk sem er að fara í flug.“ Ákjósanlegra ef farþegar gætu verið í sóttkví á tjaldstæðum Linda bendir á að sá hópur sem ferðast með Norrænu er oft í eldri kantinum og því sé ekki hægt að treysta á að upplýsingar skili sér samstundis með tölvupósti, enda ekki allir sem skoði hann reglulega. Líkt og áður sagði hafi margir lagt af stað með miklum fyrirvara og breyttar reglur setji plön margra í uppnám. Eftir að hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í dag þurfa allir farþegar að fara í tvær sýnatökur og dvelja 4-5 daga í sóttkví. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra staða sem fólk dvelur á í sóttkví og má til að mynda hvorki stoppa í vegasjoppum né nota sameiginlega salernisaðstöðu. Þannig er ekki heimilt að dvelja á tjaldstæðum. Linda segir það hafa verið ákjósanlegra fyrir marga farþega að geta verið á tjaldstæðum, enda margir farþegar Norrænu sem ferðast með húsbíla og fellihýsi. „Það hefði hentað okkar viðskiptamönnum mjög vel ef það væri hægt að taka sóttkvína á tjaldstæði.“ Í næstu viku mun Norræna byrja að sigla eftir vetraráætlun og mun skipið stoppa lengur í hvert skipti. Linda segir þann farþegahóp vera mikilvægan fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi og samtal sé hafið við sóttvarnayfirvöld hvort hægt sé að finna útfærslu á því. „Þá gistir það um borð og fer í ferðir þar sem það heimsækir ferðamannastaði á Austurlandi og er þá að borða og skoða útsýnisstaðina, en samkvæmt þessu má fólk ekkert fara úr rútunni.“
Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24
Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17