Lyon hefur þegar fellt tvo fótboltarisa en Bayern liðið lítur ógnvænlega út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 14:00 Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil með Bayern München og er til alls líklegur í kvöld. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Undanúrslit Meistaradeildarinnar klárast í kvöld með fróðlegum leik á milli heitasta liðs Meistaradeildarinnar annars vegar og svo liðsins sem hefur komið á óvart með því að fella hvern fótboltarisann á fætur öðrum. Paris Saint Germain komst áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og sigurvegari kvöldsins mætir þeim í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þetta getur þannig orðið franskur úrslitaleikur sem væri merkilegt því fyrir þetta tímabil hefur aðeins eitt franskt lið unnið Meistaradeildina og það var Marseille fyrir 27 árum síðan. Framganga franska liðsins Lyon verður alltaf ein af merkilegustu sögum þessa Meistaradeildartímabils enda hefur liðið farið á kostum í Evrópu á sama tíma og lítið hefur gengið heima fyrir. watch on YouTube Lyon er búið að slá út tvo fótboltarisa á leið sinni í undanúrslitaleikinn í kvöld. Ítölsku meistararnir í Juventus lágu í sextán liða úrslitunum og í átta liða úrslitunum sló Lyon mjög óvænt út öflugt lið Manchester City. Manchester City átti í huga margra frekar þægilegt verkefni á leið sinni að mögulega fyrsta titlinum í Meistaradeildinni en annað kom á daginn. Verðmiði leikmanna liðanna hafði ekkert að segja inn á vellinum og Lyon vann 3-1 sigur. Juventus og Manchester City hafa verð að sýna veikleikamerki á þessari leiktíð en aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann tvöfalt í Þýskalandi og svo 8-2 sigur á Barcelona í átta liða úrslitunum. Jú þriðji Golíat í röð bíður Davíð í kvöld en hann lítur vissulega ógnvænlega út. Það eru fáir veikleikar sjáanlegir hjá þýsku meisturunum í Bayern München. Bæjarar hafa unnið 27 af 28 leikjum sínum frá því byrjun desember og þessi 28. endaði með jafntefli. Í Meistaradeildinni hefur liðið unnið alla níu leiki sína og það með markatölunni 39-8. watch on YouTube Það er samt að heyra á knattspyrnustjóranum Hans-Dieter Flick að hann hefur smá áhyggjur af því að hans menn verði ekki komnir niður á jörðina eftir átta marka veisluna á móti Barcelona. „Eitthvað minna en hundrað prósent verður ekki nóg. Leikurinn byrjar núll núll og mitt lið er einbeitt. Við höfum sett okkur stór markið en við verðum að spila með sama ákafa og á móti Barca,“ sagði Hans-Dieter Flick, stjóri Bayern. Thomas Müller og lánsmaðurinn Philippe Coutinho skoruðu báðir tvö mörk á móti Barcelona en Coutinho komst ekki einu sinni í byrjunarliðið. Robert Lewandowski var líka á skotskónum og er því kominn með fjórtán Meistaradeildarmörk á leiktíðinni og vantar þrjú til að jafna met Cristiano Ronaldo. Hansi Flick tók við Bayern tímabundið þegar Niko Kovac var rekinn í nóvember en tyggði sér síðan varanlegan samning. Báðir stjórar liðanna í kvöld tóku við liðunum á miðri leiktíð. Rudi Garcia tók við Lyon af Sylvinho í október. watch on YouTube Bayern hefur skorað mörg mörk á leiktíðinni en það var líka Manchester City búið að gera. „City skoraði meira en hundrað mörk í ensku úrvalsdeildinni svo ef við ætlum bara að skoða tölfræðina þá getum við alveg eins horft á leikinn upp á hóteli og leyft Bæjurum að spila einum,“ sagði Rudi Garcia. „Þeir hafa ekki mikið af veikleikum en ekkert lið er fullkomið. Við erum kannski litla liðið en við unnum stór lið á leið okkar hingrað og hin liðin fara kannski að taka okkur alvarlega,“ sagði Garcia. „Við erum ekki ef til vill ekki stórt fjall að klífa en stundum getur lítill steinn í skónum þínum komið í veg fyrir að þú gangir upp á þetta litla fjall,“ sagði Rudi Garcia. Lyon liði endaði í sjöunda sæti frönsku deildarinnar en hún var flautuð af í mars vegna kórónuveirunnar. Það þýðir að Lyon verður ekki í Evrópukeppninni á komandi tímabili nema auðvitað ef liðið vinnur Meistaradeildina. Til þess að komast í úrslitaleikinn þarf Lyon aftur á móti að vinna tvo Meistaradeildarleiki í röð en það hefur ekki gerst ennþá hjá liðinu á þessari leiktíð. Leikur Bayern München og Lyon hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira
Undanúrslit Meistaradeildarinnar klárast í kvöld með fróðlegum leik á milli heitasta liðs Meistaradeildarinnar annars vegar og svo liðsins sem hefur komið á óvart með því að fella hvern fótboltarisann á fætur öðrum. Paris Saint Germain komst áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og sigurvegari kvöldsins mætir þeim í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Þetta getur þannig orðið franskur úrslitaleikur sem væri merkilegt því fyrir þetta tímabil hefur aðeins eitt franskt lið unnið Meistaradeildina og það var Marseille fyrir 27 árum síðan. Framganga franska liðsins Lyon verður alltaf ein af merkilegustu sögum þessa Meistaradeildartímabils enda hefur liðið farið á kostum í Evrópu á sama tíma og lítið hefur gengið heima fyrir. watch on YouTube Lyon er búið að slá út tvo fótboltarisa á leið sinni í undanúrslitaleikinn í kvöld. Ítölsku meistararnir í Juventus lágu í sextán liða úrslitunum og í átta liða úrslitunum sló Lyon mjög óvænt út öflugt lið Manchester City. Manchester City átti í huga margra frekar þægilegt verkefni á leið sinni að mögulega fyrsta titlinum í Meistaradeildinni en annað kom á daginn. Verðmiði leikmanna liðanna hafði ekkert að segja inn á vellinum og Lyon vann 3-1 sigur. Juventus og Manchester City hafa verð að sýna veikleikamerki á þessari leiktíð en aðra sögu er að segja af liði Bayern München sem vann tvöfalt í Þýskalandi og svo 8-2 sigur á Barcelona í átta liða úrslitunum. Jú þriðji Golíat í röð bíður Davíð í kvöld en hann lítur vissulega ógnvænlega út. Það eru fáir veikleikar sjáanlegir hjá þýsku meisturunum í Bayern München. Bæjarar hafa unnið 27 af 28 leikjum sínum frá því byrjun desember og þessi 28. endaði með jafntefli. Í Meistaradeildinni hefur liðið unnið alla níu leiki sína og það með markatölunni 39-8. watch on YouTube Það er samt að heyra á knattspyrnustjóranum Hans-Dieter Flick að hann hefur smá áhyggjur af því að hans menn verði ekki komnir niður á jörðina eftir átta marka veisluna á móti Barcelona. „Eitthvað minna en hundrað prósent verður ekki nóg. Leikurinn byrjar núll núll og mitt lið er einbeitt. Við höfum sett okkur stór markið en við verðum að spila með sama ákafa og á móti Barca,“ sagði Hans-Dieter Flick, stjóri Bayern. Thomas Müller og lánsmaðurinn Philippe Coutinho skoruðu báðir tvö mörk á móti Barcelona en Coutinho komst ekki einu sinni í byrjunarliðið. Robert Lewandowski var líka á skotskónum og er því kominn með fjórtán Meistaradeildarmörk á leiktíðinni og vantar þrjú til að jafna met Cristiano Ronaldo. Hansi Flick tók við Bayern tímabundið þegar Niko Kovac var rekinn í nóvember en tyggði sér síðan varanlegan samning. Báðir stjórar liðanna í kvöld tóku við liðunum á miðri leiktíð. Rudi Garcia tók við Lyon af Sylvinho í október. watch on YouTube Bayern hefur skorað mörg mörk á leiktíðinni en það var líka Manchester City búið að gera. „City skoraði meira en hundrað mörk í ensku úrvalsdeildinni svo ef við ætlum bara að skoða tölfræðina þá getum við alveg eins horft á leikinn upp á hóteli og leyft Bæjurum að spila einum,“ sagði Rudi Garcia. „Þeir hafa ekki mikið af veikleikum en ekkert lið er fullkomið. Við erum kannski litla liðið en við unnum stór lið á leið okkar hingrað og hin liðin fara kannski að taka okkur alvarlega,“ sagði Garcia. „Við erum ekki ef til vill ekki stórt fjall að klífa en stundum getur lítill steinn í skónum þínum komið í veg fyrir að þú gangir upp á þetta litla fjall,“ sagði Rudi Garcia. Lyon liði endaði í sjöunda sæti frönsku deildarinnar en hún var flautuð af í mars vegna kórónuveirunnar. Það þýðir að Lyon verður ekki í Evrópukeppninni á komandi tímabili nema auðvitað ef liðið vinnur Meistaradeildina. Til þess að komast í úrslitaleikinn þarf Lyon aftur á móti að vinna tvo Meistaradeildarleiki í röð en það hefur ekki gerst ennþá hjá liðinu á þessari leiktíð. Leikur Bayern München og Lyon hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Franski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Sjá meira