Bernie Sanders með stórsigur í Nevada Atli Ísleifsson skrifar 23. febrúar 2020 07:21 Bernie Sanders leiðir nú kapphlaupið um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Getty Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders virðist hafa unnið stórsigur í forkosningum Demókrataflokksins í Nevada sem fram fóru í gær. Þegar búið er að telja um helming atkvæða virðist Sanders hafa fengið 47 prósent atkvæða. Varaforsetanum fyrrverandi, Joe Biden, virðist hafa gengið betur en í fyrstu tveimur forkosningum Demókrata, í Iowa og New Hampshire, og fengið um 19 prósent atkvæða nú. Pete Buttigieg mælist svo með 15 prósent atkvæða og Elizabeth Warren 10 prósent. 36 landsfundarfulltrúum Nevada verður skipt milli þeirra frambjóðenda sem hlutu 15 prósent atkvæða eða fleiri í forkosningunum í gær. Fyrir forkosningarnar í Nevada hafði Sanders hlotið 21 fulltrúa á landsþing Demókrata næsta sumar þar sem frambjóðandi flokksins verður valinn, en sá mun etja kappi við Donald Trump forseta í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. Alls þarf frambjóðandi að safna saman 1.990 fulltrúum til að hljóta útnefningu flokksins. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti.Getty Nær til margra Í frétt BBC kemur fram að talið sé að helstu ástæður fyrir góðu gengi Sanders sé að margir hafi greitt atkvæði utan kjörfundar, sér í lagi Bandaríkjamenn af rómöskum uppruna þar sem stuðningur við Sanders er hlutfallslega mikill. Þá hafi hann notið stuðnings stéttarfélaga og náð að höfða til fólks í öllum aldursflokkum, nema þá meðal þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Einnig hafi hann notið sérstaklega mikil stuðnings meðal kjósenda í yngsta aldursflokknum og meðal vel menntaðra, hvítra kvenna, en talið er að sá þjóðfélagshópur muni gegna lykilhlutverki þegar kemur að niðurstöðum kosninganna í nóvember. Endurkoman sögð hefjast hér Sanders var vitanlega ánægður með tölurnar þegar þær birtust og hrósaði fjölbreyttu stuðningsliði sínu þar sem saman væri komið fólk í öllum aldurshópum og kynþáttum. „Ameríska þjóðin hefur fengið sig fullsadda af forseta sem lýgur stanslaust,“ sagði Sanders. Biden-liðar voru sömuleiðis ánæðir með niðurstöðuna og lýstu því yfir að „endurkoman hefjist hér“. Trump forseti hrósaði Sanders í tísti fyrir sigurinn en kallaði hann jafnframt „Brjálaða Bernie“ (e. Crazy Bernie). Looks like Crazy Bernie is doing well in the Great State of Nevada. Biden & the rest look weak, & no way Mini Mike can restart his campaign after the worst debate performance in the history of Presidential Debates. Congratulations Bernie, & don't let them take it away from you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 22, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Sanders líklegastur í Nevada Demókratar í Nevada halda forval fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. 22. febrúar 2020 22:00