Rússar neita því að þeir kenni Bandaríkjunum um Covid-19 á samfélagsmiðlum Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2020 15:57 Veiran hefur haft áhrif víða um heim. Hér sést vinnufólk úða sótthreinsiefni undir berum himni í Suður-Kóreu. Vísir/AP Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. Rússnesk stjórnvöld þverneita fyrir að standa á bak við dreifingu ósanninda um Covid-19 veiruna á samfélagsmiðlum. Þúsundir notenda á miðlunum Twitter, Facebook og Instagram hafa að sögn Bandaríkjamanna dreift villandi eða röngum upplýsingunum um veiruna. Rússneska utanríkisráðuneytið brást við ásökununum í gær. Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins, segir þær ósannar og það að yfirlögðu ráði Bandaríkjamanna. Yfir tvö þúsund manns hafa látist vegna veirunnar, nær allir í Kína, og eru yfir 76 þúsund staðfest smit. Veiran á uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði í Kína og getur valdið öndunarfærasjúkdómum. Philip Reeker, háttsettur embættismaður hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu, segir að rússneskir aðilar reyni meðal annars að dreifa röngum upplýsingum um uppruna veirunnar. Meðal þeirra samsæriskenninga sem finna megi á nokkrum tungumálum sé sú að veiran sé liður í efnahagslegu stríði Bandaríkjanna og Kína. Breska ríkisútvarpið hefur eftir AFP að Bandaríkjamenn hafi fyrst tekið eftir þessari meintu herferð Rússa um miðjan janúar, þegar þrír höfðu látið lífið af völdum veirunnar. Bandaríkin Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leik Berglindar frestað vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Ítalíu Berglind segir að þungt sé yfir fólki á Ítalíu vegna kórónaveirunnar Covid-19. 23. febrúar 2020 12:13 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Bandarísk yfirvöld fullyrða að samfélagsmiðlareikningar tengdir rússneskum stjórnvöldum hafi undanfarið deilt færslum þar sem Bandaríkjamenn eru sakaðir um að hafa komið faraldrinum af stað. Rússnesk stjórnvöld þverneita fyrir að standa á bak við dreifingu ósanninda um Covid-19 veiruna á samfélagsmiðlum. Þúsundir notenda á miðlunum Twitter, Facebook og Instagram hafa að sögn Bandaríkjamanna dreift villandi eða röngum upplýsingunum um veiruna. Rússneska utanríkisráðuneytið brást við ásökununum í gær. Maria Zakharova, talskona ráðuneytisins, segir þær ósannar og það að yfirlögðu ráði Bandaríkjamanna. Yfir tvö þúsund manns hafa látist vegna veirunnar, nær allir í Kína, og eru yfir 76 þúsund staðfest smit. Veiran á uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði í Kína og getur valdið öndunarfærasjúkdómum. Philip Reeker, háttsettur embættismaður hjá bandaríska utanríkisráðuneytinu, segir að rússneskir aðilar reyni meðal annars að dreifa röngum upplýsingum um uppruna veirunnar. Meðal þeirra samsæriskenninga sem finna megi á nokkrum tungumálum sé sú að veiran sé liður í efnahagslegu stríði Bandaríkjanna og Kína. Breska ríkisútvarpið hefur eftir AFP að Bandaríkjamenn hafi fyrst tekið eftir þessari meintu herferð Rússa um miðjan janúar, þegar þrír höfðu látið lífið af völdum veirunnar.
Bandaríkin Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leik Berglindar frestað vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Ítalíu Berglind segir að þungt sé yfir fólki á Ítalíu vegna kórónaveirunnar Covid-19. 23. febrúar 2020 12:13 50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18 Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45 Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30 Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Leik Berglindar frestað vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Ítalíu Berglind segir að þungt sé yfir fólki á Ítalíu vegna kórónaveirunnar Covid-19. 23. febrúar 2020 12:13
50 þúsund manns á Ítalíu beðnir um að halda kyrru fyrir heima Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til sérstakra neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu. 23. febrúar 2020 09:18
Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Íslensk fjölskylda sem hefur dvalið í Wuhan í Kína nú komin heim til Íslands. Fólkið hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis. 22. febrúar 2020 11:45
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll rúmlega 2.300 samkvæmt nýjustu tölum. 22. febrúar 2020 19:30
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46