Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 21:00 Hörður Arnarsson er forstjóri Landsvirkjunar. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti áður en viðræður um raforkuverð hefjast milli fyrirtækjanna. Hann segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar segir Rio tinto beita samningatækni og hótunum í viðræðum fyrirtækjanna sem varla sé boðlegt hér á landi. Rio Tinto hefur tilkynnt að til skoðunar sé hvort álverinu í Straumsvík verði mögulega lokað. „Ég dreg þá ályktun því þeir koma með þessar yfirlýsingar sem koma okkur í opna skjöldu. Gera það áður en viðræður hefjast. Ég teldi eðlilegt ef beðið væri með þær þar til viðræum væri lokið. Þetta er afar óvenjulegt að þegar fyrirtæki byrja að ræða saman þá tel ég afar óeðlilegt þegar annar aðilinn setji afarkosti og á margan hátt óviðeigandi,“ sagði Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninga verði aflétt. „Við sendum bréfið í síðustu viku og við teljum að því meira sem gagnsæið er því betra. Það hefur verið mikil umræða um innihald samningsins og fólk hefur verið að draga ályktanir sem eru ekki réttar þannig að við teljum hagstætt fyrir alla og gott fyrir samfélagið aðþetta sé opinbert,“ sagði Hörður. Skriflegt svar frá Rio Tinto á ÍslandiSkjáskot úr frétt Landsvirkjun hefur þó ekki óskað eftir því að aðrir álframleiðendur aflétti trúnaði. „Við erum eingöngu í þessum viðræðum við Rio Tinto og umræðurnar hafa verði um þá og þetta er líka orðinn 10 ára gamall samningur og viðskiptalega séð teljum við að það skipti kannski ekki öllu máli að það sé gert opinbert en við teljum það mikilvægt vegna þessara umræðu,“ sagði Hörður. Fulltrúar Rio Tinto gátu ekki veitt viðtal vegna málsins í dag. Í skriflegu erindi frá upplýsingafulltrúa fyrirtækisins kemur fram að samhugur er um að gagnsæi verði um raforkuverð. Raforkuverð til álversins í Staumsvík sé ekki samkeppnishæft, hvorki á Íslandi néí alþjóðlegu samhengi. Því sé tap á rekstrinum og verið svo um fyrirsjáanlega framtíð ef ekkert breytist.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20
Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27
Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. 23. febrúar 2020 11:29
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent