Aldin er fyrir alla Ágúst Freyr Ingason skrifar 24. febrúar 2020 13:00 Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47 Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00 Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00 Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30 Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eins og aðrir aðstandendur ALDIN Biodome fagna ég þeirri miklu umræðu sem spunnist hefur um vænta uppbyggingu á svæðinu norðan Stekkjarbakka í jaðri Elliðaárdalsins. Uppbyggileg umræða byggir hins vegar á upplýsingum og langar mig að fjalla aðeins um þá starfsemi sem mun fara fram undir þaki ALDIN. Meginmarkmið ALDIN Biodome er að tengja fólk við náttúruna og stuðla að heilbrigðum lífsstíl, allt á sjálfbæran og arðbæran hátt. Þar verður stunduð ræktun í víðum skilningi þess orðs. Endurnýjanleg orka verður nýtt til matjurtaræktunar og í gróðursælu umhverfi verður boðið upp á aðstöðu til skapandi athafna og mannræktar. Umhverfið á að vekja skilningarvitin til meðvitundar um persónulegt samband manns og náttúru og vekja þannig athygli á því jafnvægi sem nauðsynlegt er í lífinu. Fræðsla og afslöppun Aðalstarfsemin mun eiga sér stað undir visthvelfingum sem skiptast í þrjú meginrými. Það fyrsta sem gestir ganga í gegnum er Dalbær sem er garðyrkjurými og torg sem verður að mestu undir torfþaki. Þaðan verður hægt að ganga inn í tvö mismunandi loftslagsstýrð visthvolf, annars vegar Laufás sem verður með Miðjarðarhafsloftslagi og hins vegar Hraunprýði með hitabeltisloftslagi. Á útisvæði ALDIN verður lögð áhersla á samspil náttúrunnar sem fyrir er og nýræktar á plöntum sem falla vel að umhverfinu. Þetta verður gert í samspili við leiksvæði fyrir unga gesti sem og aldna sem vilja njóta útiverunnar. Í Dalbæ verður lögð áhersla á að gestir upplifi allt ræktunarferli borgarbúskaparins, „af beði á borð“ – fyrsta flokks hollustu og ferskleika. Gestir geta svo keypt og tekið matjurtir með sér heim úr ræktunarrýminu auk grænmetis beint frá öðrum bændum. Á svæðinu verður aðstaða til fræðslu fyrir hópa, veitingastaður og kaffihús, fyrir gesti og þá sem hafa notið útivistar í dalnum. Í Laufási og Hraunprýði verða matjurtaskógar með stórbrotnu safni plantna og jurta sem fela í sér fróðleik um framandi lönd. Þar verður boðið upp á afþreyingu í bland við upplifun af umhverfinu. Í Laufási verður hægt að finna sér stað undir trjákrónum til að vinna og halda fundi og í Hraunprýði verður aðstaða til að stunda jóga og hugleiðslu. Jákvæð fordæmi eru til staðar, líka hérlendis Við höfum skyld dæmi annars staðar að á landinu um vinsældir upplifunar á þessum nótum. Í Friðheimum í Reykholti hefur um nokkurra ára skeið verið fjölbreyttur rekstur í kringum matjurtarækt. Ferskar matjurtir af staðnum, veitingastaður, minjagripasala og ferðaþjónusta styðja þar hvert við annað með góðum árangri. ALDIN og Friðheimar eru að sjálfsögðu ekki að öllu leyti sambærileg fyrirbæri, en samanburðurinn gefur visst fordæmi. ALDIN er fyrir alla, íbúa í næsta nágrenni, aðra borgarbúa og innlenda sem erlenda gesti. Reynslan og vísindin segja okkur að það er mikilvægt andlegri og líkamlegri heilsu fólks að komast reglulega í nánd við náttúruna. Það á ekki síður við um veturna íslensku, þegar skammdegið tekur sinn toll af andlegu heilbrigði margra. Að geta með auðveldum hætti komist í bjarta og hlýja gróðurvin mun hjálpa mörgum og létta lund. Höfundur er sérhæfður í upplifunartengdri viðskiptaþróun og einn eigenda ALDIN Biodome.
Hollvinir kæra framkvæmd undirskriftalistans Hollvinasamtök Elliðaáardals ætla í fyrramálið að kæra framkvæmd Þjóðskrár Íslands á undirskriftasöfnun til sveitarstjórnarráðuneytisins, að því er fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 23. febrúar 2020 20:47
Upplýst umræða um Elliðaárdal Umræða um uppbyggingu þróunarreits nærri Elliðaárdal eykst nú dag frá degi sem er gott. Slagsíða í umræðunni hefur hins vegar aukist, sem er ekki gott. 22. febrúar 2020 08:00
Leyfum dalnum að njóta vafans! Til stendur að fara í miklar byggingarframkvæmdir í jaðri Elliðaárdals fyrir neðan Stekkjabakka. Þar hefur fyrirtækið Spor í sandinn (SÍS) fengið vilyrði borgarinnar til byggja 4.500 fermetra hvelfingar sem hýsa eiga margþætta starfsemi. 18. febrúar 2020 13:00
Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. 18. febrúar 2020 16:30
Skrifum undir Meirihlutinn í Reykjavík hefur núna veitt leyfi fyrir því að byggja í Elliðaárdalnum. 18. febrúar 2020 16:30
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun