Hosni Mubarak látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:23 Hosni Mubarak varði sex árum í haldi lögreglu undir lok ævi sinnar. VÍSIR/AFP Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa. Andlát Egyptaland Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa.
Andlát Egyptaland Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira