Meirihlutinn segir Guðmund hafa ákveðið að hætta Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 18:07 Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Vísir/Egill Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00
„Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23
Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25