Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2020 22:15 Bændurnir á Heiðarbæ eitt, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir. Stöð 2/Einar Árnason. Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45