Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 11:09 Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík. vísir/egill Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45