Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 12:15 Álverið í Straumsvík er í Hafnarfirði og skapar mikilvægar tekjur fyrir bæjarfélagið. vísir/vilhelm Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira