Ístak í hópi verktaka sem fá að bjóða í nýjan aðalflugvöll Suður-Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2020 22:00 Flugvöllurinn við Qaqortoq, samkvæmt teikningu frá flugvallafélagi Grænlands, Kalaallit Airports. Mynd/Kalaallit Airports. Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Gerð nýs flugvallar er að hefjast á Suður-Grænlandi og verður það þriðja stóra flugvallarverkefnið sem Grænlendingar setja í gang um þessar mundir. Ístak er í hópi fimm verktaka sem grænlensk stjórnvöld hafa boðið að taka þátt í útboðinu. Grafískt myndband af aðflugi til vallarins var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Flugvöllurinn í Narsarsuaq hefur til þessa verið aðalflugvöllur Suður-Grænlands en þangað er áætlunarflug á sumrin frá Reykjavík. Þaðan þarf hins vegar að sigla í tvo tíma til Qaqortoq, stærsta bæjar Suður-Grænlands, en þar búa um þrjúþúsund manns. Grænlendingar gera ráð fyrir að þotur sem þurfa styttri braut, eins og Airbus A220, geti notað Qaqortoq-flugvöll.Mynd/Kalaallit Airports. Grænlensk stjórnvöld undirbúa því gerð flugvallar skammt utan við bæinn. Þar er gert ráð fyrir 1.500 metra langri flugbraut og 30 metra breiðri, sem gæti tekið við smærri farþegaþotum eins og Airbus A220. Eftir forval hafa fimm verktakafyrirtæki nú fengið boð um að gera tilboð í verkið og er Ístak í þeim hópi í samstarfi við eiganda sinn, danska verktakafyrirtækið Aarsleff, að því er Sermitsiaq greinir frá. Tilboð verða opnuð í maí og stefnt að því að framkvæmdir hefjist í sumar en Qaqortoq-flugvöllurinn á að vera tilbúinn í árslok 2023. Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en flugvöllurinn í Qaqortoq verður með 1.500 metra braut.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Þetta verður þriðja risaverkefnið í flugvallargerð sem Grænlendingar hefja á skömmum tíma.Sjá viðtal við Kim Kielsen hér: Flugvallauppbygging Grænlands að hefjast Síðastliðið haust var byrjað að sprengja fyrir 2.200 metra langri flugbraut við höfuðstaðinn Nuuk og á dögunum var hafist handa við flugvallargerð í Ilulissat en þar verður einnig lögð 2.200 metra braut. Þessu til viðbótar áforma Grænlendingar gerð átta smærri innanlandsvalla. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26. desember 2019 21:38
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent