Saúl: Vitum hvernig við getum meitt Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2020 15:00 Saúl í leik með Atletico Madrid fyrr í vetur. Vísir/Getty Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, segir að liðið viti hvernig það geti meitt Liverpool en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Atl. Madrid hefur ekki átt sitt besta tímabil til þessa en liðið situr í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig eftir 24 umferðir, 14 stigum minna en topplið Real Madrid. Á sama tíma er Liverpool svo gott sem orðið enskur meistari en liðið hefur unnið 25 af þeim 26 deildarleikjum sem það hefur leikið á þessari leiktíð. Saúl, sem hefur verið orðaður við önnur stórlið Evrópu undanfarin tímabil, var í ítarlegu viðtali við Sid Lowe á The Guardian. Fyrir utan þegar liðið datt út í riðlakeppninni tímabilið 2017/2018 þá hefur spænska félagið hálfgerður fasti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu en þeir fóru í úrslit bæði 2014 og 2016. Í bæði skiptin tapaði liðið fyrir erkifjendum sínum í Real Madrid. Árið 2018 vann liðið svo Evrópudeildina. Þeirra bíður þó ærið verkefni er liðið mætir ríkjandi Evrópumeisturum Liverpool í kvöld. Þó svo að leikurinn fari fram á heimavelli Saúl, Metropolitano, þá eiga Liverpool eflaust betri minningar þar heldur en leikmenn Atletico. Liverpool lyfti nefnilega Meistaradeildarbikarnum þarna síðastliðið vor er liðið lagði Tottenahm Hotspur í úrslitum. 1 June 2019: Liverpool win the Champions League at the Wanda Metropolitano 18 February 2020: The defence continues at the Wanda Metropolitano pic.twitter.com/prQ65elUAd— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Er tími Simeone sem þjálfara senn á enda?Lið Atletico er mikið breytt frá síðustu árum og er talað um að liðið þurfi mögulega að finna sér nýtt einkenni en Diego Simeone, þjálfari liðsins, hefur byggt á svipaðri aðferð og íslenska landsliðið undanfarin ár. Það er spilað varnarsinnað 4-4-2 þar sem leikurinn snýst um að verja svæði frekar en að verjast einn á einn. Þá treystir liðið mikið á gæði framherja sinna en Antoine Griezmann og Diego Costa hafa verið þeirra helstu menn undanfarin ár. Frakkinn Griezmann fór auðvitað til Barcelona fyrir tímabilið og Costa hefur ekki enn fundið sig eftir dvölina hjá Chelsea. João Félix var keyptur á litlar 126 milljónir evra fyrir tímabilið en hefur ekki alveg fundið sig á leiktíðinni. Hinn tvítugi Felix verður hins vegar ekki með í kvöld þar sem hann er að glíma við veikindi og þá er hann að skríða saman eftir meiðsli sem hann varð fyrir undir lok janúars. Það er spurning hvort nýir leikmenn Atletico séu tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og leikaðferðina líkt og þeir gömlu. Þá missti liðið einnig fyrirliða sinn, Diego Godin, til Inter Milan síðastliðið sumar. Alvaro Morata, fyrrum framherji Chelsea, hefur verið þeirra heitasti markaskorari á leiktíðinni en Costa virðist ekki vera lengur inn í myndinni hjá Simeone. Þá virðist Thomas Lemar vera á leið frá félaginu en Atl. Madrid borgaði í kringum 60 milljónir evra fyrir þennan eftirsótta leikmann sumarið 2018. Sá franski hefur engan veginn fundið sig hjá liðinu og situr nær alla leiki á varamannabekknum. Þá hefur hann hvorki skorað né lagt upp á leiktíðinni.Um Liverpool„Þeir eru með þessa blóðhunda sína á miðjunni sem hlaupa og setja pressu á þig nær allan leikinn. Þeir hlaupa heldur ekki bara til að hlaupa. Það er tilgangur með öllu sem þeir gera, þetta er vélrænt. Þó svo að Jürgen Klopp segi að Liverpool spili með hjartanu þá er þetta allt skipulagt. Það er mjög erfitt að komast undan þeim.“ „Liverpool eru mjög heilsteypt lið, frábært lið á öllum sviðum en þeir eiga erfitt með að spila við lið sem eru mjög varnarsinnuð og sitja aftarlega. Ég horfði á leikinn gegn Norwich City og ef ekki hefði verið fyrir stórbrotið mark Sadio Mané þá hefðu þeir ekki unnið.“ Það verður áhugavert að sjá hvort Saúl hafi rétt fyrir sér en leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20:00 en upphitun fyrir 16-liða úrslitin hefst klukkan 19:15. Allt saman á Stöð 2 Sport. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, segir að liðið viti hvernig það geti meitt Liverpool en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Atl. Madrid hefur ekki átt sitt besta tímabil til þessa en liðið situr í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 40 stig eftir 24 umferðir, 14 stigum minna en topplið Real Madrid. Á sama tíma er Liverpool svo gott sem orðið enskur meistari en liðið hefur unnið 25 af þeim 26 deildarleikjum sem það hefur leikið á þessari leiktíð. Saúl, sem hefur verið orðaður við önnur stórlið Evrópu undanfarin tímabil, var í ítarlegu viðtali við Sid Lowe á The Guardian. Fyrir utan þegar liðið datt út í riðlakeppninni tímabilið 2017/2018 þá hefur spænska félagið hálfgerður fasti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu en þeir fóru í úrslit bæði 2014 og 2016. Í bæði skiptin tapaði liðið fyrir erkifjendum sínum í Real Madrid. Árið 2018 vann liðið svo Evrópudeildina. Þeirra bíður þó ærið verkefni er liðið mætir ríkjandi Evrópumeisturum Liverpool í kvöld. Þó svo að leikurinn fari fram á heimavelli Saúl, Metropolitano, þá eiga Liverpool eflaust betri minningar þar heldur en leikmenn Atletico. Liverpool lyfti nefnilega Meistaradeildarbikarnum þarna síðastliðið vor er liðið lagði Tottenahm Hotspur í úrslitum. 1 June 2019: Liverpool win the Champions League at the Wanda Metropolitano 18 February 2020: The defence continues at the Wanda Metropolitano pic.twitter.com/prQ65elUAd— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Er tími Simeone sem þjálfara senn á enda?Lið Atletico er mikið breytt frá síðustu árum og er talað um að liðið þurfi mögulega að finna sér nýtt einkenni en Diego Simeone, þjálfari liðsins, hefur byggt á svipaðri aðferð og íslenska landsliðið undanfarin ár. Það er spilað varnarsinnað 4-4-2 þar sem leikurinn snýst um að verja svæði frekar en að verjast einn á einn. Þá treystir liðið mikið á gæði framherja sinna en Antoine Griezmann og Diego Costa hafa verið þeirra helstu menn undanfarin ár. Frakkinn Griezmann fór auðvitað til Barcelona fyrir tímabilið og Costa hefur ekki enn fundið sig eftir dvölina hjá Chelsea. João Félix var keyptur á litlar 126 milljónir evra fyrir tímabilið en hefur ekki alveg fundið sig á leiktíðinni. Hinn tvítugi Felix verður hins vegar ekki með í kvöld þar sem hann er að glíma við veikindi og þá er hann að skríða saman eftir meiðsli sem hann varð fyrir undir lok janúars. Það er spurning hvort nýir leikmenn Atletico séu tilbúnir að fórna sér fyrir liðið og leikaðferðina líkt og þeir gömlu. Þá missti liðið einnig fyrirliða sinn, Diego Godin, til Inter Milan síðastliðið sumar. Alvaro Morata, fyrrum framherji Chelsea, hefur verið þeirra heitasti markaskorari á leiktíðinni en Costa virðist ekki vera lengur inn í myndinni hjá Simeone. Þá virðist Thomas Lemar vera á leið frá félaginu en Atl. Madrid borgaði í kringum 60 milljónir evra fyrir þennan eftirsótta leikmann sumarið 2018. Sá franski hefur engan veginn fundið sig hjá liðinu og situr nær alla leiki á varamannabekknum. Þá hefur hann hvorki skorað né lagt upp á leiktíðinni.Um Liverpool„Þeir eru með þessa blóðhunda sína á miðjunni sem hlaupa og setja pressu á þig nær allan leikinn. Þeir hlaupa heldur ekki bara til að hlaupa. Það er tilgangur með öllu sem þeir gera, þetta er vélrænt. Þó svo að Jürgen Klopp segi að Liverpool spili með hjartanu þá er þetta allt skipulagt. Það er mjög erfitt að komast undan þeim.“ „Liverpool eru mjög heilsteypt lið, frábært lið á öllum sviðum en þeir eiga erfitt með að spila við lið sem eru mjög varnarsinnuð og sitja aftarlega. Ég horfði á leikinn gegn Norwich City og ef ekki hefði verið fyrir stórbrotið mark Sadio Mané þá hefðu þeir ekki unnið.“ Það verður áhugavert að sjá hvort Saúl hafi rétt fyrir sér en leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20:00 en upphitun fyrir 16-liða úrslitin hefst klukkan 19:15. Allt saman á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 12:00