Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 10:45 Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter. Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter.
Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Sjá meira