Allir þrír í framlínu Dortmund eru fæddir í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 14:30 Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna fagna marki Håland á móti PSG í Meistaradeildinni í gær ásamt félögum sínum í Dortmund liðinu. Getty/Jörg Schüler/ Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira