Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2020 13:16 Ríkislögmaður er um þessar mundir að greiða ellefu einstaklingum bætur vegna hlerana sem þeir máttu sæta. Getty/Michael Blann Ríkislögmaður hefur í vikunni greitt út í kringum fjórar milljónir króna í bætur vegna hlerana yfirvalda. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, segir að um sé að ræða ellefu einstaklinga sem hver um sig fær 300 til 350 þúsund krónur í bætur. Hún hafði ekki gögn málsins fyrir framan sig þegar Vísir náði í hana nú í morgun. Ekki er þó um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi heldur er hér um hlutlæga bótareglu að ræða, að sögn Fanneyjar. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Spurð segist Fanney Rós ekki hægt að gefa upp nöfn þeirra sem fá bæturnar. En, annað eins bíði afgreiðslu. Um er að ræða ýmis mál sem tengjast hruninu. Fanney Rós segir að þó til bótagreiðslna komi að hálfu hins opinbera þýði það ekki að um ólögmætar hleranir hafi verið að ræða.ríkislögmaður „Hleranirnar eru á grundvelli úrskurða en dómsstólar hafa oft fjallað um sambærileg tilvik og eru fjárhæðir í samræmi við dómaframkvæmd. Ef viðkomandi er sýknaður eða mál fellt niður þá segja lög til um að greiða skuli bætur. Slíkt ákvæði er í lögum um meðferð sakamála.“ Umdeildar hleranir í kastljósinu Hleranir sérstaks saksóknara á sínum tíma, til dæmis í hinu svokallaða Imon-máli, voru afar umdeildar. Meðal þeirra sem hafa kvartað undan því hvernig staðið hefur verið að málum er Hörður Felix Harðarson hrl., lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Í umfjöllun Kjarnans frá árinu 2014 er greint frá því að hann hafi fengið að hlusta á hleruð símtöl sérstaks saksóknara sem voru tekin upp og geymd og voru þar á meðal símtöl Harðar við Hreiðar Má. Þetta var það sama og var uppi á teningnum í Imon-málinu og dómari dæmdi ólölegar rannsóknaraðferðir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018.Vísir/Vilhelm Vísir hefur fjallaði ítarlega um hleranamál en í frétt frá miðjum september 2014 kemur fram að ríkissaksóknari svari því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. Fjölmargar beiðnir um hleranir samþykktar Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018. Á sama tímabili fékkst heimild til símhlustunar í 251 úrskurði í alls 114 málum. Af þessum málum hafði ekki verið ákært í 36 þeirra í lok nóvember 2019. Sýknað hefur verið í einu málanna. Samkvæmt svarinu er ekki hægt með auðveldum hætti að nálgast upplýsingar um úrskurði eftir tegund brota líkt og Helgi Hrafn kallaði eftir. „Langflestar beiðnirnar bárust Héraðsdómi Reykjaness eða 159 alls á tímabilinu og næstflestum var beint til Héraðsdóms Reykjavíkur eða 80 á tímabilinu. Af þeim beiðnum sem samþykktar voru sneru langflestar að brotum sem hafa í för með sér almannaáhættu eða í 124 málum. Næstflestar beinast að fíkniefnabrotum eða 66,“ segir í frétt Vísis.Uppfært 13:55Nánari upplýsingar um fjölda þeirra sem fá nú greiddar bætur bárust frá ríkislögmanni en þar segir að um sé að ræða 11 einstaklinga. Þeir fá 300 til 350 þúsund krónur greiddar (í flestum tilvika) hver sem þýðir að bótagreiðslan í þessu kastinu er hartnær fjórar milljónir. Fréttin hefur verið uppfærð í takti við það. Dómsmál Dómstólar Lögreglan Tengdar fréttir Hert á heimildum til hlerana Ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með símhlerunum eykst samkvæmt lagabreytingu. Hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. Dómstólar veittu lögreglu 726 sinnum heimild til hlerana á árunum 2009 til 2013. 6. október 2016 07:00 Óttast að yfirvöld haldi áfram að stunda ólögmætar símhleranir Björgvin Mýrdal fékk dæmdar miskabætur í gær vegna ólögmætra símhlerana en hefur áhyggjur af því að enginn virðist bera beina ábyrgð. 28. apríl 2016 15:57 Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Ríkislögmaður hefur í vikunni greitt út í kringum fjórar milljónir króna í bætur vegna hlerana yfirvalda. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, segir að um sé að ræða ellefu einstaklinga sem hver um sig fær 300 til 350 þúsund krónur í bætur. Hún hafði ekki gögn málsins fyrir framan sig þegar Vísir náði í hana nú í morgun. Ekki er þó um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi heldur er hér um hlutlæga bótareglu að ræða, að sögn Fanneyjar. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Spurð segist Fanney Rós ekki hægt að gefa upp nöfn þeirra sem fá bæturnar. En, annað eins bíði afgreiðslu. Um er að ræða ýmis mál sem tengjast hruninu. Fanney Rós segir að þó til bótagreiðslna komi að hálfu hins opinbera þýði það ekki að um ólögmætar hleranir hafi verið að ræða.ríkislögmaður „Hleranirnar eru á grundvelli úrskurða en dómsstólar hafa oft fjallað um sambærileg tilvik og eru fjárhæðir í samræmi við dómaframkvæmd. Ef viðkomandi er sýknaður eða mál fellt niður þá segja lög til um að greiða skuli bætur. Slíkt ákvæði er í lögum um meðferð sakamála.“ Umdeildar hleranir í kastljósinu Hleranir sérstaks saksóknara á sínum tíma, til dæmis í hinu svokallaða Imon-máli, voru afar umdeildar. Meðal þeirra sem hafa kvartað undan því hvernig staðið hefur verið að málum er Hörður Felix Harðarson hrl., lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Í umfjöllun Kjarnans frá árinu 2014 er greint frá því að hann hafi fengið að hlusta á hleruð símtöl sérstaks saksóknara sem voru tekin upp og geymd og voru þar á meðal símtöl Harðar við Hreiðar Má. Þetta var það sama og var uppi á teningnum í Imon-málinu og dómari dæmdi ólölegar rannsóknaraðferðir. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018.Vísir/Vilhelm Vísir hefur fjallaði ítarlega um hleranamál en í frétt frá miðjum september 2014 kemur fram að ríkissaksóknari svari því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. Fjölmargar beiðnir um hleranir samþykktar Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar bárust alls 266 beiðnir um símahlustun frá lögreglu á árunum 2014 til 2018. Á sama tímabili fékkst heimild til símhlustunar í 251 úrskurði í alls 114 málum. Af þessum málum hafði ekki verið ákært í 36 þeirra í lok nóvember 2019. Sýknað hefur verið í einu málanna. Samkvæmt svarinu er ekki hægt með auðveldum hætti að nálgast upplýsingar um úrskurði eftir tegund brota líkt og Helgi Hrafn kallaði eftir. „Langflestar beiðnirnar bárust Héraðsdómi Reykjaness eða 159 alls á tímabilinu og næstflestum var beint til Héraðsdóms Reykjavíkur eða 80 á tímabilinu. Af þeim beiðnum sem samþykktar voru sneru langflestar að brotum sem hafa í för með sér almannaáhættu eða í 124 málum. Næstflestar beinast að fíkniefnabrotum eða 66,“ segir í frétt Vísis.Uppfært 13:55Nánari upplýsingar um fjölda þeirra sem fá nú greiddar bætur bárust frá ríkislögmanni en þar segir að um sé að ræða 11 einstaklinga. Þeir fá 300 til 350 þúsund krónur greiddar (í flestum tilvika) hver sem þýðir að bótagreiðslan í þessu kastinu er hartnær fjórar milljónir. Fréttin hefur verið uppfærð í takti við það.
Dómsmál Dómstólar Lögreglan Tengdar fréttir Hert á heimildum til hlerana Ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með símhlerunum eykst samkvæmt lagabreytingu. Hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. Dómstólar veittu lögreglu 726 sinnum heimild til hlerana á árunum 2009 til 2013. 6. október 2016 07:00 Óttast að yfirvöld haldi áfram að stunda ólögmætar símhleranir Björgvin Mýrdal fékk dæmdar miskabætur í gær vegna ólögmætra símhlerana en hefur áhyggjur af því að enginn virðist bera beina ábyrgð. 28. apríl 2016 15:57 Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Hert á heimildum til hlerana Ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með símhlerunum eykst samkvæmt lagabreytingu. Hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. Dómstólar veittu lögreglu 726 sinnum heimild til hlerana á árunum 2009 til 2013. 6. október 2016 07:00
Óttast að yfirvöld haldi áfram að stunda ólögmætar símhleranir Björgvin Mýrdal fékk dæmdar miskabætur í gær vegna ólögmætra símhlerana en hefur áhyggjur af því að enginn virðist bera beina ábyrgð. 28. apríl 2016 15:57
Grímur Grímsson svaraði fyrir hleranir í Glitnismáli Grímur fór með rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara. 19. janúar 2018 15:57