Svarar ekki hvers vegna hleranir voru ekki rannsakaðar fyrr Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. september 2014 21:47 Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari birti í dag yfirlýsingu á heimasíðu embættisins vegna viðtals við Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumann hjá sérstökum saksóknara í Fréttablaðinu um helgina. Hún segir að ásakanir sem komu fram í viðtali við Jón Óttar samrýmist ekki að öllu leyti því sem komi fram í greinargerð hans og Guðmundar Hauks Gunnarssonar á árinu 2012 þegar þeir voru sjálfir til rannsóknar grunaðir um brot í starfi, en útskýrir ekki í hverju þetta misræmi er fólgið. Trúnaður forsenda raunhæfrar varnar Trúnaðarsamband verjanda og sakbornings er eitt af því sem sakborningur þarf að njóta til að geta átt kost á raunhæfri vörn í sakamáli, en um grundvallarréttindi er að ræða sem eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Að hlusta á símtöl verjanda og sakbornings er óheimilt samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Áður hefur komið fram að rannsakendur sérstaks saksóknara hafi hlustað á símtöl verjenda og sakborninga. Ríkissaksóknari rannsakaði málið árið 2013 og ákvað að aðhafast ekki þar sem hugsanleg brot rannsakenda væru fyrnd. Í helgarblaði Fréttablaðsins upplýsti Jón Óttar Ólafsson sem starfaði sem lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara að á skrifstofum embættisins hefðu símtöl milli verjenda og sakborninga verið spiluð í hátölurum. Þá hafi ríkissaksóknari fengið upplýsingar um hleranir mun fyrr. Jón Óttar og Guðmundur Haukur samstarfsmaður hans hafi látið ríkissaksóknara fá áðurnefnda greinargerð á árinu 2012 þar sem þetta hafi komið fram.Í samstarfi við slitastjórn Glitnis Fréttastofan hefur greinargerðina undir höndum. Þar er m.a. fjallað um samstarf sem sérstakur saksóknari átti með slitastjórn Glitnis í tengslum við málshöfðun slitastjórnarinnar gegn sex fyrrverandi stjórnarmönnum og hluthöfum Glitnis banka fyrir dómstólum í New York. Þar er vitnað til fyrirmæla Hólmsteins Gauta Sigurðssonar saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara til mannanna tveggja en í greinargerðinni segir: „Starfsmenn slitastjórnar (Glitnis) höfðu tilkynnt Hólmsteini Gauta um yfirvofandi aðgerðir og hann óskaði eftir fresti, sem slitastjórnin varð við, svo lögregla gæti komið upp hlustun á símum þeirra aðila sem stefna átti. Undirritaðir gáfu, að skipan Hólmsteins Gauta, meðlimum slitastjórnar Glitnis upplýsingar um innihald samtala stefndu, m.a. stóra símafundi stefndu og lögmanna þeirra.“ Á þessum tímapunkti voru þessir sömu einstaklingar einnig grunaðir um refsiverða háttsemi hjá sérstökum saksóknara. Í viðtalinu í Fréttablaðinu sagði Jón Óttar: „Ríkissaksóknari gerði ekki neitt. Ég hefði haldið, miðað við hvernig þeir töluðu við mig um það sem sérstakur hafði gert, að þeir myndu rannsaka sérstakan saksóknara.“ Í yfirlýsingu sem ríkissaksóknari sendi frá sér í dag segist hún hafa fylgt eftir ábendingum. Í lok árs 2012 og í ársbyrjun 2013 hafi verið farið yfir umræddar ábendingar, meðal annars við skýrslutökur af öðrum starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara. Niðurstaða ríkissaksóknara á þeim tíma hafi verið að ekki væri grundvöllur fyrir sérstakri rannsókn eða athugun. „Hún hefði alveg getað rannsakað þetta“Í viðtalinu í Fréttablaðinu segir Jón Óttar: „Það er í greinargerðinni okkar nákvæm lýsing á þessu, að það er verið að hlusta á símtöl lögmanna. Samt segist hún ekki hafa haft vitneskju um þetta fyrr en í fyrra og þá hafi öll málin verið fyrnd. Árið 2012 voru málin ekkert fyrnd. Hún hefði alveg getað rannsakað þetta.“ Ríkissaksóknari svarar þessu ekki í yfirlýsingu sinni í dag, þ.e. þessari skýru aðgreiningu Jóns Óttars annars vegar á ábendingu þeirra til embættis ríkissaksóknara og þeirri athugun sem ráðist var í síðar. Ekki koma fram skýringar á því í yfirlýsingu ríkissaksóknara hvers vegna þessari ábendingu var ekki fylgt eftir strax, fyrr á árinu 2012.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Unni Brá Konráðsdóttur formann allsherjarnefndar Alþingis en hún hyggst taka upp umræðu um símhlustanir á vettvangi nefndarinnar. Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 í heild sinni með því að smella á myndskeið með frétt eða hér. Alþingi Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Ríkissaksóknari svarar því ekki í yfirlýsingu um meðferð rannsóknargagna hjá embætti sérstaks saksóknara hvers vegna embætti ríkissaksóknara hafi ekki fylgt eftir ábendingu um hleranir á símtölum verjenda og sakborninga fyrr á árinu 2012. Fyrrverandi lögreglumaður upplýsti um hleranirnar í greinargerð til embættisins þegar hann var sjálfur til rannsóknar. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari birti í dag yfirlýsingu á heimasíðu embættisins vegna viðtals við Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumann hjá sérstökum saksóknara í Fréttablaðinu um helgina. Hún segir að ásakanir sem komu fram í viðtali við Jón Óttar samrýmist ekki að öllu leyti því sem komi fram í greinargerð hans og Guðmundar Hauks Gunnarssonar á árinu 2012 þegar þeir voru sjálfir til rannsóknar grunaðir um brot í starfi, en útskýrir ekki í hverju þetta misræmi er fólgið. Trúnaður forsenda raunhæfrar varnar Trúnaðarsamband verjanda og sakbornings er eitt af því sem sakborningur þarf að njóta til að geta átt kost á raunhæfri vörn í sakamáli, en um grundvallarréttindi er að ræða sem eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu. Að hlusta á símtöl verjanda og sakbornings er óheimilt samkvæmt lögum um meðferð sakamála. Áður hefur komið fram að rannsakendur sérstaks saksóknara hafi hlustað á símtöl verjenda og sakborninga. Ríkissaksóknari rannsakaði málið árið 2013 og ákvað að aðhafast ekki þar sem hugsanleg brot rannsakenda væru fyrnd. Í helgarblaði Fréttablaðsins upplýsti Jón Óttar Ólafsson sem starfaði sem lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara að á skrifstofum embættisins hefðu símtöl milli verjenda og sakborninga verið spiluð í hátölurum. Þá hafi ríkissaksóknari fengið upplýsingar um hleranir mun fyrr. Jón Óttar og Guðmundur Haukur samstarfsmaður hans hafi látið ríkissaksóknara fá áðurnefnda greinargerð á árinu 2012 þar sem þetta hafi komið fram.Í samstarfi við slitastjórn Glitnis Fréttastofan hefur greinargerðina undir höndum. Þar er m.a. fjallað um samstarf sem sérstakur saksóknari átti með slitastjórn Glitnis í tengslum við málshöfðun slitastjórnarinnar gegn sex fyrrverandi stjórnarmönnum og hluthöfum Glitnis banka fyrir dómstólum í New York. Þar er vitnað til fyrirmæla Hólmsteins Gauta Sigurðssonar saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara til mannanna tveggja en í greinargerðinni segir: „Starfsmenn slitastjórnar (Glitnis) höfðu tilkynnt Hólmsteini Gauta um yfirvofandi aðgerðir og hann óskaði eftir fresti, sem slitastjórnin varð við, svo lögregla gæti komið upp hlustun á símum þeirra aðila sem stefna átti. Undirritaðir gáfu, að skipan Hólmsteins Gauta, meðlimum slitastjórnar Glitnis upplýsingar um innihald samtala stefndu, m.a. stóra símafundi stefndu og lögmanna þeirra.“ Á þessum tímapunkti voru þessir sömu einstaklingar einnig grunaðir um refsiverða háttsemi hjá sérstökum saksóknara. Í viðtalinu í Fréttablaðinu sagði Jón Óttar: „Ríkissaksóknari gerði ekki neitt. Ég hefði haldið, miðað við hvernig þeir töluðu við mig um það sem sérstakur hafði gert, að þeir myndu rannsaka sérstakan saksóknara.“ Í yfirlýsingu sem ríkissaksóknari sendi frá sér í dag segist hún hafa fylgt eftir ábendingum. Í lok árs 2012 og í ársbyrjun 2013 hafi verið farið yfir umræddar ábendingar, meðal annars við skýrslutökur af öðrum starfsmönnum embættis sérstaks saksóknara. Niðurstaða ríkissaksóknara á þeim tíma hafi verið að ekki væri grundvöllur fyrir sérstakri rannsókn eða athugun. „Hún hefði alveg getað rannsakað þetta“Í viðtalinu í Fréttablaðinu segir Jón Óttar: „Það er í greinargerðinni okkar nákvæm lýsing á þessu, að það er verið að hlusta á símtöl lögmanna. Samt segist hún ekki hafa haft vitneskju um þetta fyrr en í fyrra og þá hafi öll málin verið fyrnd. Árið 2012 voru málin ekkert fyrnd. Hún hefði alveg getað rannsakað þetta.“ Ríkissaksóknari svarar þessu ekki í yfirlýsingu sinni í dag, þ.e. þessari skýru aðgreiningu Jóns Óttars annars vegar á ábendingu þeirra til embættis ríkissaksóknara og þeirri athugun sem ráðist var í síðar. Ekki koma fram skýringar á því í yfirlýsingu ríkissaksóknara hvers vegna þessari ábendingu var ekki fylgt eftir strax, fyrr á árinu 2012.Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Unni Brá Konráðsdóttur formann allsherjarnefndar Alþingis en hún hyggst taka upp umræðu um símhlustanir á vettvangi nefndarinnar. Sjá má umfjöllun Stöðvar 2 í heild sinni með því að smella á myndskeið með frétt eða hér.
Alþingi Tengdar fréttir Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Kæran setti lífið úr skorðum Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður hjá sérstökum saksóknara, segir að viðhorf sín til rannsókna efnahagsbrotamála séu gerbreytt eftir að hann sjálfur þurfti að svara fyrir kæru frá embættinu vegna brota á trúnaði í starfi. 13. september 2014 09:00