Niðurstaðan sýni hversu margir öldungardeildarþingmenn telji sig þurfa á stuðningi Trump að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 14:15 Silja Bára Ómarsdóttir. Forsætisráðuneytið Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í gærkvöldi með naumum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot.Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og greiddu þingmenn flokkanna atvæði eftir flokkslínum fyrir utan Susan Collins og Mitt Romney, þingmenn Repúblikana, sem studdu tillögu Demókrata. Það dugði ekki til að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. „Það verður hægt að ljúka þessum málaferlum í öldungadeildinni bara í næstu viku og það liggur þá í raun og veru ljóst fyrir að Trump verður ekki sakfelldur, ekki að það hafi verið miklar líkur á því. En niðurstaðan mun þá verða opinberlega ljós og hann er að flytja forsetaávarpið sem að verður á þriðjudaginn og gæti síðan líka skyggt á forval demókrata í Iowa á mánudaginn,“ segir Silja Bára.En hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir stöðu Trump? „Þetta kannski styrkir hann gagnvart þessum grunn stuðningsmönnum Repúblikana sem að munu taka undir með honum um að þetta hafi verið nornaveiðar eða eltingaleikur við einhvern óþarfa. Og kannski það sem þetta sýnir einna mest er hversu margir öldungardeildarmenn sem eru í framboði telja sig þurfa á Trump að halda í kosningum í haust,“ segir Silja Bára. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í gærkvöldi með naumum meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir niðurstöðuna tryggja enn frekar, það sem fyrir þótti nokkuð ljóst, að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot.Sjá einnig: Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og greiddu þingmenn flokkanna atvæði eftir flokkslínum fyrir utan Susan Collins og Mitt Romney, þingmenn Repúblikana, sem studdu tillögu Demókrata. Það dugði ekki til að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. „Það verður hægt að ljúka þessum málaferlum í öldungadeildinni bara í næstu viku og það liggur þá í raun og veru ljóst fyrir að Trump verður ekki sakfelldur, ekki að það hafi verið miklar líkur á því. En niðurstaðan mun þá verða opinberlega ljós og hann er að flytja forsetaávarpið sem að verður á þriðjudaginn og gæti síðan líka skyggt á forval demókrata í Iowa á mánudaginn,“ segir Silja Bára.En hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir stöðu Trump? „Þetta kannski styrkir hann gagnvart þessum grunn stuðningsmönnum Repúblikana sem að munu taka undir með honum um að þetta hafi verið nornaveiðar eða eltingaleikur við einhvern óþarfa. Og kannski það sem þetta sýnir einna mest er hversu margir öldungardeildarmenn sem eru í framboði telja sig þurfa á Trump að halda í kosningum í haust,“ segir Silja Bára.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira