Forval demókrata hefst í Iowa Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. febrúar 2020 08:31 Frá kosningafundi Bernie Sanders sem mælist með mestan stuðning frambjóðanda fyrir forvalið í Iowa. AP/John Locher Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira