Sextíu prósent segja að VAR gangi illa í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:30 Kevin Friend í samtali við Varsjáherbergið. Getty/Dan Mullan Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið. Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Fólk sem horfir reglulega á leiki í ensku úrvalsdeildinni tók þátt í nýrri könnun á dögunum og það er óhætt að segja að Varsjáin hafi ekki komið alltof vel út úr henni. Varsjáin er á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og hefur heldur betur fengið sinn skerf af gagnrýni. Oft hefur verið of lítið samræmi á milli atvika sem eru skoðuð frekar. Það hefur einnig tekið mjög langan tíma að fara yfir ákveðin atvik og niðurstöður Varsjárinnar eru einnig oft umdeildar. Yfirmaður VAR í Englandi gaf kerfinu sjö í einkunn af tíu mögulegum en reglulegir áhorfendur ensku úrvalsdeildarinnar gefa VAR aðeins fjóra í einkunn. Two-thirds of football fans believe VAR has made the game less enjoyable, according to a new YouGov poll. Give us your opinion of VAR in 3 words...https://t.co/wrTr2fs1le— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 4, 2020 YouGov gerði nýverið könnun meðal 1396 manns sem horfa mikið á leiki í ensku úrvalsdeildinni með það markmið að komast að viðhorfi þeirra gagnvart myndbandadómum sem urðu hluti af ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í haust. Sextíu prósent þátttakenda í könnuninni sögðu að VAR hafi gengið illa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og aðeins 27 prósent voru á því að VAR hafi gengið vel. Tveir þriðju af fastaáhorfendum telja líka að upplifunin sé ekki eins ánægjuleg eftir að Varsjáin var kynnt til sögunnar. Aðeins þrettán prósent eru á því að það sé skemmtilegra að horfa á ensku úrvalsdeildina með VAR. Þrátt fyrir alla þessa neikvæðni gagnvart Varsjánni eru þó aðeins fimmtán prósent sem vilja hætta að nota myndbandadómara. Það eru samt bara átta prósent sem myndu sætta sig við VAR í óbreytti útgáfu. 74 prósent segja að Varsjáin verði að breytast. A YouGov survey has found 67% of people believe VAR has made watching football less enjoyable. In the same study, 74% are in favour of keeping it, but changing the way it's used. What's the best way to use it's advantages without ruining the game? #VARpic.twitter.com/7tmK11bwz8— Sport Social (@TheSportSocial) February 4, 2020 81 prósent vilja að sjá þau myndbönd sem myndbandadómararnir eru að skoða hverju sinni og 80 prósent vilja sjá dómarann fara að skoða sjónvarpsskjáinn sjálfur. 73 prósent vilja líka heyra samtalið á milli dómarans og myndbandadómaranna og 71 prósent vilja búa til ákveðin tímaramma sem Varsjáin hefur til að skoða atvik. Framkvæmdanefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur saman í þessum mánuði til að fara meðal annars yfir fótboltareglurnar. Það er búist við að Varsjáin og nánari leiðsögn með notkun hennar verði kynnt í kjölfarið.
Enski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira