„Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 21:45 Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir/Ernir Eftir ellefu ára bið tryggði Þór Akureyri sér loksins sæti í efstu deild karla í knattspyrnu er liðið vann 1-2 sigur gegn Þrótti í lokaumferð Lengjudeildarinnar í dag. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í dag þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar flautað var til leiksloka og sæti Þórsara í Bestu-deildinni var tryggt. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari liðsins, var gripinn í viðtal í leikslok. „Ég er bara klökkur. Þetta er bara ótrúlegt. Ástæðan fyrir því að ég fór norður er þetta,“ sagði Sigurður í hálfgerðum faðmlögum við Andra Má Eggertsson og benti á stuðningsfólk Þórs uppi í stúku. „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki.“ Hann segir einnig að það hafi klárlega farið um sig þegar Þróttur minnkaði muninn undir lok leiksins. „Auðvitað gerir það, en það var bara einhver ára yfir okkur í vikunni og mér leið eins og við værum að fara að klára þetta. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er bara stórkostleg stund fyrir þetta fólk hérna, klúbbinn og alla þessa Þórsara í liðinu. Þessa ungu Þórsara sem er búið að dreyma um að ná árangri með Þór og þeir eru heldur betur búnir að vinna fyrir því.“ Úr tíunda sæti upp í Bestu-deildina Á síðasta tímabili hafnaði Þór í tíunda sæti Lengjudeildarinnar, aðeins einu sæti fyrir ofan fallsvæðið. Hvað hefur breyst á einu ári? „Menn tóku sig bara á og bættu sig. Við komum inn af krafti fyrir síðasta tímabil og gerðum mikið af breytingum varðandi hvernig við ætluðum að gera hlutina. Það tekur bara tíma að koma því inn og mér leið alltaf eftir síðasta tímabil eins og þetta yrði eitthvað sérstakt,“ sagði Sigurður að lokum. Klippa: Sigurður Höskulds eftir að Þór tryggði sér sæti í Bestu
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira