Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 10:31 Alexander Isak hitar upp á hliðarlínunni í leik Svía gegn Slóvenum en hann kom ekkert við sögu í leiknum. Fara þarf sparlega með hann eftir langt hlé frá leikjum. Getty/Damjan Zibert Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með hinn íslenskættaða Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía, sem hefur annars aðallega mátt þola gagnrýni og skammir eftir landsleikjahléið. Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira