Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2025 07:02 Steve Evans er litríkur persónuleiki. vísir/getty/sky Líf knattspyrnustjórans Steves Evans, sem hefur komið víða við í neðri deildunum á Englandi, hefur tekið stakkaskiptum undanfarna mánuði. Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Eftir að Evans, sem er afar skrautlegur karakter, var rekinn frá Rotherham United í mars hefur hann misst fjörutíu kíló. Í samtali við Sky Sports segir Evans að hann hafi verið byrjaður að hafa áhyggjur af heilsunni og að stressið og álagið sem fylgir þjálfuninni hafi tekið sinn toll af honum. Hann hafi því, í samráði við fjölskyldu sína, ákveðið að snúa blaðinu við. Evans fór til hjartalæknis sem bjó til áætlun fyrir hann til að freista þess að breyta lífsstíl Skotans. Hann ver miklum tíma í ræktinni og passar vel upp á matarræðið. „Þetta hafa verið frábærir mánuðir og mér hefur ekki liðið svona vel í áraraðir,“ sagði hinn 62 ára Evans sem vill sjá barnabörnin sín vaxa úr grasi. "Mentally and physically feeling fantastic" 🙌Steve Evans opens up about the reasons for his dramatic weight loss. pic.twitter.com/F3X53eYAQ5— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 10, 2025 Líf Evans er í mjög föstum skorðum en eftir að hafa farið út með hundana sína á morgnana liggur leið hans í ræktina. „Ég syndi 50-70 ferðir, fer á þrekhjólið og í gufu. Þetta eru svona tveir til tveir og hálfur tími áður en ég fer heim. Þá eru fyrirfram skipulagðar máltíðir í hádeginu og á kvöldin og svo fer ég aftur út með hundana á kvöldin,“ sagði Evans. Hann vonast til að missa aðeins fleiri kíló og halda svo í horfinu. Evans segir það vera áskorun sem hann hlakki til að takast á við. Eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Crawley Town kom Evans Rotherham upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt liðinu svo í ensku B-deildinni. Kári Árnason lék þá með Rotherham en var ekki mikill aðdáandi Evans eins og fram kom í viðtali í Akraborginni eftir tímabilið 2014-15. Varð þreyttur á Evans „Það er ekki mikil taktík hjá honum og alltaf sama uppleggið í hverjum leik. Hann talar alltaf um að vera í andlitinu á mótherjanum og svo eru bara öskur og læti. Ef að þú gerir mistök þá öskrar hann bara meira og vonast eftir því að það lagist þannig,“ segir Kári. „Við strákarnir höfum gaman af þessu og við tölum um lítið annað en það sem hann hefur verið að bralla. Það er alltaf eitthvað í gangi. Þetta er því gaman út á við en æfingarnar og leikirnir verða svolítið þreytt dæmi. Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka.“ Evans var ráðinn aftur til Rotherham í apríl 2024 en var rekinn þaðan tæpu ári seinna. Liðið vann aðeins átján af fimmtíu leikjum undir hans stjórn.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira