Golf

Ragn­hildur endaði önnur eftir bráða­bana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ragnhildur Kristinsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið eftir súrt tap í bráðabana.
Ragnhildur Kristinsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið eftir súrt tap í bráðabana. Charles McQuillan/R&A/R&A via Getty Images

Íslenski atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir hafnaði í öðru sæti Hauts de France Pas de Calais Golf Open mótinu á LET Access mótaröðinni í dag. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara.

Mótið var það þriðja síðasta á mótaröðinni í sumar. Með árangrinum fer Ragnhildur upp í fimmta sæti stigalistans og hefur svo gott sem tryggt sér sæti í sterkustu mótaröð Evrópu á næsta tímabili.

Leikið var á Golf Saint Omer vellinum í dag, en völlurinn er par 72. Mikil rigning einkenndi mótið og var leik frestað á öllum keppnisdögum. 

Að lokum var hætt við síðasta hring mótsins, en aðstæður voru langt frá því að vera góðar. Þar sem Ragnhildur og Fernanda Lira voru jafnar í efsta sæti fyrir lokahringinn var ákveðið að leikinn yrði bráðabani um sigur í mótinu.

Eftir að hafa leikið níundu holuna þrisvar sinnum hafði Lira loks betur og Ragnhildur endaði því önnur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×