Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 16:31 Frá kjörfundi í Dubuque í Iowa. Miklar tafir hafa orðið á úrslitum vegna tæknilegra vandamála. AP/Nicki Kohl/Telegraph Herald Úrslit frá kjörfundum í forvali Demókrataflokksins í Iowa í Bandaríkjunum eru full af misræmi og mistökum samkvæmt greiningu sérfræðinga New York Times. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Margra daga tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals demókrata í Iowa vegna misræmis sem kom upp í tilkynningu um tölur frá kjörfundum á mánudagskvöld. Vandamálum með snjallforrit sem var notað til að halda utan um úrslitin hefur verið kennt um vandræðaganginn. New York Times segir nú innra samræmi hafi skort í úrslit frá fleiri en hundrað kjörfundum. Þá vantaði í sumum tilfellum gögn og í öðrum voru úrslitin ekki möguleg samkvæmt flóknum reglum forvalsins í Iowa. Einnig eru sögð dæmi um að atkvæðatölur stemmi ekki og að frambjóðendum hafi verið úthlutuðum röngu hlutfalli kjörmanna. Sérfræðingarnir segja að hluti misræmisins sé að líkindum saklaust og að ekkert bendi til þess að viljandi hafi verið átt við úrslitin. Hvorki Bernie Sanders né Pete Buttigieg, frambjóðendurnir sem hlutu mestan stuðning í forvalinu, hafi notið sérstaklega góðs af misræminu og mögulega séu áhrif þess lítil á endanleg úrslit. Afar litlu munar á fylgi Sanders og Buttigieg í Iowa þegar 97% kjörfunda hafa skilað úrslitum og dregið hefur saman á milli þeirra frá því þegar fyrstu tölur voru kynntar. Klúðrið gæti þó tafið enn að endanleg úrslit liggi fyrir og valdið því að efasemdir ríki um hvern þann sem verður á endanum lýstur sigurvegari forvalsins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Úrslit frá kjörfundum í forvali Demókrataflokksins í Iowa í Bandaríkjunum eru full af misræmi og mistökum samkvæmt greiningu sérfræðinga New York Times. Þeir telja ekkert benda til þess að um vísvitandi hagræðingu úrslita hafi verið að ræða og að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. Margra daga tafir hafa orðið á því að tilkynnt verði um endanleg úrslit forvals demókrata í Iowa vegna misræmis sem kom upp í tilkynningu um tölur frá kjörfundum á mánudagskvöld. Vandamálum með snjallforrit sem var notað til að halda utan um úrslitin hefur verið kennt um vandræðaganginn. New York Times segir nú innra samræmi hafi skort í úrslit frá fleiri en hundrað kjörfundum. Þá vantaði í sumum tilfellum gögn og í öðrum voru úrslitin ekki möguleg samkvæmt flóknum reglum forvalsins í Iowa. Einnig eru sögð dæmi um að atkvæðatölur stemmi ekki og að frambjóðendum hafi verið úthlutuðum röngu hlutfalli kjörmanna. Sérfræðingarnir segja að hluti misræmisins sé að líkindum saklaust og að ekkert bendi til þess að viljandi hafi verið átt við úrslitin. Hvorki Bernie Sanders né Pete Buttigieg, frambjóðendurnir sem hlutu mestan stuðning í forvalinu, hafi notið sérstaklega góðs af misræminu og mögulega séu áhrif þess lítil á endanleg úrslit. Afar litlu munar á fylgi Sanders og Buttigieg í Iowa þegar 97% kjörfunda hafa skilað úrslitum og dregið hefur saman á milli þeirra frá því þegar fyrstu tölur voru kynntar. Klúðrið gæti þó tafið enn að endanleg úrslit liggi fyrir og valdið því að efasemdir ríki um hvern þann sem verður á endanum lýstur sigurvegari forvalsins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30 Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00 Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00 Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Enn mjótt á munum hjá Demókrötum í Iowa Niðurstöður úr prófkjöri Demókrata í Iowa fyrir bandarísku forsetakosningarnar fóru loks að berast í gærkvöldi eftir langa töf. Mjótt er á munum á milli efstu frambjóðenda. 5. febrúar 2020 18:30
Óánægja og tafir í Iowa Miklar tafir hafa orðið á því að hægt sé að greina frá úrslitum í forvali demókrata í Iowa sem fram fór í gær. 4. febrúar 2020 07:00
Hætta við að nota forrit sem setti forval í Iowa í uppnám Ekki er búist við endanlegum úrslitum í forvali demókrata í Iowa fyrr en í fyrsta lagi síðar í dag. Göllum í snjallforriti hefur verið kennt um tafirnar. 5. febrúar 2020 12:00
Vonast til þess að úrslit í fyrsta forvali demókrata liggi fyrir í dag Ringulreið ríkir um úrslit fyrsta forvals demókrata fyrir forsetakosningarnar vegna misræmis í tilkynningum kjörstaða um tölur. 4. febrúar 2020 10:20