Frakkar staðfesta fimm ný Wuhan-veiru smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 11:34 Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, staðfesti í dag að fimm ný tilfelli af Wuhan-veiru smiti hafi komið upp í Frakklandi, þar á meðal í einu barni. getty/Aurelien Meunier Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Frakkland staðfesti rétt fyrir hádegi fimm ný tilfelli af Wuhan-kórónaveirunni, þar á meðal hjá einu barni. Staðfest tilfelli eru orðin ellefu í Frakklandi. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra Frakklands, tilkynnti þetta fyrr í dag. Tilfellin nýju voru staðfest í Alpabænum Contamines-Montjoie, nærri Mont Blanc. Buzyn sagði að rekja mætti smitið til breskrar manneskju sem hélt til í bænum í lok janúar og var síðar greind með vírusinn eftir að hún sneri aftur til Bretlands. Frönsk yfirvöld vinna nú að því að rekja það hverjir komu nærri Bretanum og fólkinu smitaða til að koma í veg fyrir frekari smit. Dauðsföll orðin fleiri en af völdum SARS-veirunnar Dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar eru nú orðin 725 og tæplega 35 þúsund smit hafa verið staðfest, langflest í Hubei-héraði í Kína. Fleiri hafa nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á Kína og Hong Kong 2002-2003. Dauðföll og ný smit eru að mestu bundin við Wuhan-borg og Hubai-hérað í Kína en síðasta sólarhring hafa um níutíu manns dáið í Hubei-héraði og um þrjú þúsund ný smit verið staðfest. Samkvæmt upplýsingum kínverskra heilbrigðisyfirvalda eru dauðsföll af völdum Wuhan-kórónaveirunnar nú orðin 725. Öll á meginlandi Kína nema tvö en einn hefur látis í Hong Kong og einn á Filliseyjum. Þá eru þekkt smittilfelli tæplega 35.000. Nú þegar hafa fleiri dáið af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína en af völdum SARS-veirunnar sem herjaði á meginland Kína og Hong Kong frá 2002 til 2003. Rúmlega 8000 manns greindust þá með SARS veiruna og 650 manns létust af völdum hennar. Þá dóu um 200 manns í níu öðrum löndum, flest í Kanada, Taívan og Singapúr. Í heildina voru rúmlega 8000 staðfest smit greind á sínum tíma. Skortur á grímum og hlífðarfatnaði Illa hefur gengið að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunar en staðfest tilfelli hafa komið upp í 24 öðrum löndum. Kínversk stjórnvöld hafa þó takmarkað ferðafrelsi fólks frá Hubei-héraði og nokkrum öðrum borgum. Þá hafa fjölmörg ríki gripið til aðgerða, til dæmis takmarkað lendingar flugvéla og skipa frá Kína. Þá gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin það út í gær að verulegur skortur væri nú á grímum og hlífðargöllum þar sem ýmis lönd, þar sem veiran hefur ekki náð útbreiðslu, væru búin að kaupa stórar birgðir af grímum og hlífðargöllum. Stofnunin biðlar stjórnvalda í löndunum að hætta að birgja sig upp af grímum og hlífðargöllum þar sem vöntunin er mikil á spítölum í Kína. Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tíu einstaklingar hafi verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður.
Frakkland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15 Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36 Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Sýktir í Wuhan fluttir í vöruskemmur Öryggissveitir og heilbrigðisstarfsfólk fer á milli húsa, leitar að sýktu fólki og flytur það í vöruskemmur sem notaðar eru sem einangrunarstöðvar og þar sem fólkið fær litla umönnun. 7. febrúar 2020 11:15
Wuhan-veiran: Tíu manns skoðaðir en enginn smitaður Enn hefur enginn einstaklingur greinst með Wuhan-veiruna hér á landi en tíu einstaklingar hafa verið rannsakaðir með tilliti til veirunnar. Enginn þeirra var smitaður. 7. febrúar 2020 13:36
Tveggja vikna sóttkví í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Ferðamönnum sem koma til Hong Kong frá meginlandi Kína verður settir í tveggja vikna sóttkví , eru aðgerðirnar þær nýjustu í baráttunni gegn útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar í Hong Kong. 8. febrúar 2020 10:01
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“