Svona segjast Hafnfirðingar ætla að gera höfnina sína skemmtilega Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2020 20:45 Horft til norðurs yfir höfnina frá gatnamótum Hvaleyrarbrautar og Strandgötu. Neðst til hægri kemur biðstöð borgarlínu. Mynd/Hafnarfjarðarbær. Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Miklar breytingar verða í kringum smábátahöfnina í Hafnarfirði, og íbúðarhúsum blandað inn í atvinnuhverfi, samkvæmt nýju rammaskipulagi sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Myndir af nýrri ásýnd hafnarinnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Kynningarmyndband frá Hafnarfjarðarbæ sýnir fyrst nýja skemmtibátahöfn neðan íþróttahússins við Strandgötu sem kölluð er Hamarshöfn og verður nær miðbænum. Síðan fylgja hjóla- og göngustígar, siglingaklúbbur og í kringum gamla Drafnarslippinn er gert ráð fyrir heitum pottum og aðstöðu til sjóbaða og einnig vistgötu. Horft frá bryggjupalli við Fornubúðir í átt að Flensborgarhöfn.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Hafnartorg á að koma við Íshúsið með útiveitingastöðum og kaffihúsum og þar eiga bryggjupallar að mynda samfellda gönguleið, að því er fram kemur í kynningu bæjarins. Bæjarstjórnin segist þó leggja áherslu á að rekstur fyrirtækja á hafnarsvæðinu verði tryggður og að þar verði gott rými fyrir fiskiskip og smábáta. Einhver mesta breytingin verður á Óseyrarsvæðinu en á svokölluðum Fornubúðum kemur blönduð byggð með fjölbreyttu íbúðarhúsnæði og görðum inn á milli húsanna. Svona verður hið nýja Óseyrarhverfi. Íbúðarhúsin eru 3-5 hæðir. Á hverjum reit er gert ráð fyrir sameiginlegum inngarði fyrir íbúa og leiksvæðum.Mynd/Hafnarfjarðarbær. Bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir segir rammaskipulagið marka tímamót. Þarna muni rísa skapandi og skemmtilegt hverfi með sterka tengingu við sögu, sjóinn og miðbæinn. Núna tekur við aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Borgarlína Hafnarfjörður Sjávarútvegur Skipulag Tengdar fréttir Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44 Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. 6. júní 2019 21:44
Sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn í Hafnarfirði Aðlaðandi göngu- og hjólastígar, aðstaða fyrir sjóböð, heitir pottar og ný Hamarshöfn eru á meðal þess sem vænta má í Hafnarfjarðarhöfn í framtíðinni. 7. febrúar 2020 13:16
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00