Tindastóll síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2020 21:00 Stólarnir eru komnir í undanúrslit Geysisbikarsins. Vísir/Bára Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Tindastóll varð í kvöld fjórða liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla með einkar öruggum 30 stiga sigri gegn Þór Akureyri, lokatölur leiksins 99-69 Stólunum í vil. Leikurinn átti upprunalega að fara fram í gær en hafði verið frestað vegna veðurs. Ljóst var fyrir leik að sigurvegari rimmu kvöldsins myndi mæta ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í undanúrslitum. Fyrir leik var reiknað með sigri heimamanna en Tindastóll í 3. sæti Dominos deildarinnar á meðan Þórsarar berjast við falldrauginn sjálfan. Það kom svo á daginn að heimamenn reyndust mun sterkari en gestirnir frá Akureyri þó svo að þeir hafi staðið í heimamönnum í fyrsta leikhluta. Að honum loknum munaði aðeins sex stigum á liðunum og hörkuleikur í kortunum. Tindastóll setti hins vegar í fluggírinn í öðrum leikhluta og vann hann með 14 stiga mun, tókst gestunum aðeisn að skora 11 stig á þeim kafla leiksins. Munurinn þar með kominn upp í 20 stig þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 52-32. Gestirnir hafa eflaust ætlað að koma tvíefldir til leiks í síðari hálfleik en sá vonarneistari var fljótur að brenna út. Heimamenn höfðu tögl og hagldir í þriðja leikhluta, unnu hann með 16 stiga mun og svo leikinn á endanum með 30 stiga mun, lokatölur 99-69. Hannes Ingi Mássonvar óvænt stigahæstur í liði heimamanna en hann gerði 19 stig á þeim 16 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Þar á eftir kom Gerel Simmons með 17 stig. Þá var Pétur Rúnar Bjarnason með níu stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Hjá Þór Ak. var Pablo Hernandez Montenegro stigahæstur með 12 stig. Þar með er ljóst að Tindastóll og Stjarnan mætast í undanúrslitum Geysisbikarsins en undanúrslitin fara fram í Laugardalshöllinni milli 12. og 16. febrúar. Í hinum undanúrslita leiknum mætast Fjölnir og Grindavík.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59 Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11 Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Nýliðar Fjölnis slógu Keflavík út og Stjarnan afgreiddi Val | Öruggt hjá Borgnesingum í Hellinum Nýliðar Fjölnis gerðu sér lítið fyrir og slógu Keflavík út úr Geysisbikarnum og topplið Stjörnunnar afgreiddi Val. Kvennaliði Skallagríms er einnig komið í undanúrslitin. 20. janúar 2020 20:59
Sportpakkinn: „Það eru tveir möguleikar, leggjast í fósturstellingu og grenja eða halda áfram“ Ljóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum Geysisbikars karla og kvenna í næsta mánuði. 21. janúar 2020 16:11
Leik Tindastóls og Þórs frestað en samt dregið á morgun Átta liða úrslit Geysisbikars karla í körfubolta klárast ekki í kvöld eins og áætlað var. 20. janúar 2020 14:03