Mikil umsvif í kringum höfnina í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 08:45 Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk. Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Mikil umsvif eru nú í kringum höfnina í Þorlákshöfn eftir að önnur vöruflutningaferja á vegum Smyril Line hóf að sigla þangað einu sinni í viku. Nýja ferjan heitir Akranes en fyrir er Mykines, sem siglir líka til Þorlákshafnar einu sinni í viku. Nýja ferjan sem hóf áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Hirtshals í Danmörku með viðkomu í Færeyjum um áramótin er glæsilegt skip, heitirAkranes, er 10.000 tonn og getur tekið 100 vöruflutningavagna í hverri ferð. Skipið er 138 metra langt. Komu skipsins til Þorlákshafnar var fagnað í vikunni en það kemur alltaf til Þorlákshafnar á mánudögum, Mykinesið kemur alla föstudaga. „Við keyrum allt inn í skipið, við erum ekki að hífa neitt, engir gámar, það er allt í vögnum og við erum að setja upp siglingaráætlun á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Mjög hraða, þannig að nú getur þú afhent vörur í Danmörku til klukkan fjögur á föstudögum og þú ert að fá hana seinni partinn á mánudegi. Þetta er alveg nýtt í skipaflutningum til landsins,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi. Linda Björk og Elliði sem eru alsæl með að Akranes sigli nú einu sinni í viku til Þorlákshafnar eins og Mykines hefur gert í tvö og hálft ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, ræður sér ekki af kæti yfir nýja skipinu og öllum umsvifunum í kringum höfnina í Þorlákshöfn. „Í dag er staðan sú að Þorlákshöfn er orðin ein af helstu inn- og útflutningshöfnum landsins. Á örskömmum tíma hefur þetta þróast þannig að Þorlákshöfn hefur þróast úr því að vera fiskihöfn og inn og útflutningshöfn,“ segir Elliði og bætir við. „Hér erum við með stór og mikil tækifæri og það þarf að grípa þau. Við erum tilbúin til þess, Smyril Line er tilbúin til þess og markaðurinn kallar eftir þessu og ég hef þá trú að ríkið komi til með að taka þátt og örugglega næstu skref í þróun hafnarinnar“. En af hverju heitir skipið Akranes, af hverju ekki Þorlákshöfn? „Við notum Nes fyrir utan Norrænu auðvitað, það er gamla nafnið okkar. Öll skipin sem hafa komið í flotann eftir 2015 hafa heitið eitthvað nes. Við erum með Hvítanes, Eystnes, Hvítanes, Mykines og svo Akranes,“ segir Linda Björk.
Sjávarútvegur Ölfus Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira