Leicester ekki komist í úrslit deildabikarsins síðan Arnar lék með liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 13:30 Arnar lék alls 39 leiki fyrir Leicester og skoraði fjögur mörk. vísir/getty Leicester City sækir Aston Villa heim í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Fyrri leikurinn í Leicester fór 1-1. Villa komst síðast í úrslitaleik deildabikarsins 2010 þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Leicester hefur aftur á móti ekki komist í úrslitaleik deildabikarsins síðan 2000, eða í 20 ár. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings R., lék þá með Leicester. Í úrslitaleiknum sigraði Leicester B-deildarlið Tranmere Rovers, 2-1, með tveimur mörkum fyrirliðans Matts Elliott. Leicester var síðasta liðið sem vann deildabikarinn á gamla Wembley. Matt Elliott, hetja Leicester í úrslitaleik deildabikarsins fyrir 20 árum, lyftir bikarnum.vísir/getty Arnar var ekki í leikmannahópi Leicester í úrslitaleiknum en lék tvo leiki í deildabikarnum tímabilið 1999-2000. Leicester vann báða þessa leiki, gegn Leeds United og Fulham, í vítaspyrnukeppni og í báðum tilfellum skoraði Arnar úr fyrstu spyrnu Leicester. Skömmu eftir úrslitaleik deildabikarsins var Arnar lánaður til Stoke City sem var þá í eigu Íslendinga. Arnar vann Framrúðubikarinn með liðinu vorið 2000. Arnar var í byrjunarliði Stoke í 1-2 sigri á Bristol City. Guðjón Þórðarson var þjálfari Stoke og tveir aðrir Íslendingar, Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson, voru í byrjunarliði Stoke í leiknum. Leicester komst þrisvar sinnum í úrslit deildabikarsins undir stjórn Martins O'Neill í kringum aldamótin og vann titilinn í tvígang. Leicester hefur alls þrisvar sinnum unnið deildabikarinn (1964, 1997, 2000). Leikur Aston Villa og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar í baráttu við Frank Lampard, þá leikmann West Ham United.vísir/getty Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Leicester City sækir Aston Villa heim í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Fyrri leikurinn í Leicester fór 1-1. Villa komst síðast í úrslitaleik deildabikarsins 2010 þegar liðið tapaði fyrir Manchester United, 2-1. Leicester hefur aftur á móti ekki komist í úrslitaleik deildabikarsins síðan 2000, eða í 20 ár. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings R., lék þá með Leicester. Í úrslitaleiknum sigraði Leicester B-deildarlið Tranmere Rovers, 2-1, með tveimur mörkum fyrirliðans Matts Elliott. Leicester var síðasta liðið sem vann deildabikarinn á gamla Wembley. Matt Elliott, hetja Leicester í úrslitaleik deildabikarsins fyrir 20 árum, lyftir bikarnum.vísir/getty Arnar var ekki í leikmannahópi Leicester í úrslitaleiknum en lék tvo leiki í deildabikarnum tímabilið 1999-2000. Leicester vann báða þessa leiki, gegn Leeds United og Fulham, í vítaspyrnukeppni og í báðum tilfellum skoraði Arnar úr fyrstu spyrnu Leicester. Skömmu eftir úrslitaleik deildabikarsins var Arnar lánaður til Stoke City sem var þá í eigu Íslendinga. Arnar vann Framrúðubikarinn með liðinu vorið 2000. Arnar var í byrjunarliði Stoke í 1-2 sigri á Bristol City. Guðjón Þórðarson var þjálfari Stoke og tveir aðrir Íslendingar, Bjarni Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson, voru í byrjunarliði Stoke í leiknum. Leicester komst þrisvar sinnum í úrslit deildabikarsins undir stjórn Martins O'Neill í kringum aldamótin og vann titilinn í tvígang. Leicester hefur alls þrisvar sinnum unnið deildabikarinn (1964, 1997, 2000). Leikur Aston Villa og Leicester hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Arnar í baráttu við Frank Lampard, þá leikmann West Ham United.vísir/getty
Enski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira