„Svekktur og stoltur á sama tíma“ Árni Gísli Magnússon skrifar 31. júlí 2025 22:01 Hallgrímur á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var stolur af frammistöðunni en á sama tíma svekkur að liðið sé dottið úr leik. „Bara ótrúlega svekktur og einhvern veginn stoltur á sama tíma. Við gefum hérna frábæru dönsku úrvalsdeildarliði hörku leik yfir tvo leiki og förum með þá í framlengingu og töpum á grátlegan hátt. Þeir ákveða að bara að negla hann í skeytin fyrir utan teig; sláin, niður, skeytin og við klúðrum þremur góður færum. Bæði fyrir það hefðum við getað komist yfir og eftir það skutum við í stöng og fáum opið mark og náum ekki að troða honum inn þannig að ótrúlega svekktur en ég held þegar klukkutímarnir líða þá fer svona svekkelsið að minnka og í rauninni stolið að stækka.“ „Þetta var frábært og þessi dagur hérna, allt þetta KA fólk, Sævar (Pétursson) og þeir í stjórninni sem eru búnir að gera það að verkum að við getum spilað hérna, allir sem mættu, við komumst yfir, lendum undir og komum aftur til baka. Það segir svolítið mikið þegar þjálfari andstæðinganna bað mig afsökunar og fannst ömurlegt að við höfum dottið úr en svona er þetta.“ Íslenskur fótbolti á réttri leið Þrátt fyrir að skora tvö mörk í dag fór KA illa með nokkur færi, m.a. fyrir opnu marki í framlenginunni sem er dýrkeypt í eins mikilvægum leik og í dag. „Þeir hefðu líka getað skorað fleiri skilurðu, það sem maður er kannski svekktur með þegar við tölum um mörkin er að við erum 1-0 yfir og erum þ.a.l. áfram þegar við förum í sókn og ákveðum að gleyma okkur í vörninni, skilja eftir tveir á tvo frá miðju og það er eitthvað sem við viljum ekki gera. Um leið og við gerum einhver smá mistök þá bara refsa þeir. Sá sem skoraði öll þrjú mörkin er bara virkilega góður leikmaður og þeir nýttu sér það. Þú getur talað um eitt og eitt atvik en í heildina bara stóðum við okkur ótrúlega vel. Sýnir bara hvað við erum komnir langt, bæði í KA og íslenskur fótbolti, en nú þurfum við aðeins að leyfa svekkelsinu að leka af okkur í kvöld og svo muna hvað við erum góðir og það er ærið verkefnið í deildinni. Við erum bæði að keppa við topp 6 og í botnbaráttu og ef menn leggja sig svona fram þá verðum við helvíti flottir en það verður verkefni að fá okkur andlega á þann stað að þetta sé búið og nú sé það deildin.“ Þurfa að heimfæra frammistöðuna úr Evrópu yfir í deildina heima fyrir KA er sem stendur í 10. sæti Bestu deildarinnar og hafa verið í fallbaráttu það sem af er tímabils. Er Hallgrímur samt sem áður að horfa í að vera í efri hluta deildarinnar? „Nei alls ekki, ég horfi í allar áttir en þetta snýst bara um það að við þurfum að vera með góðar frammistöður og við þurfum að vera við sjálfir. Mér finnst við undanfarið, í þessum leikjum á móti Silkeborg frábærir, erum búnir að vinna tvo af þrem þar á undan í deildinni og mér finnst bara kominn svona góður bragur á okkur og þá eigum við að ná í þau stig sem þarf til og þegar það er búið þá fer ég að horfa eitthvað annað.“ Hallgrímur segist alltaf hafa haft trú á að KA gæti gefið Silkeborg alvöru einvígi og jafnvel slegið liðið úr keppni. „Já ég hafði trú á því og svona sérstaklega þegar við vorum að skoða þetta og þeir eru búnir að haltra aðeins. Deildin var að byrja hjá þeim og ég skal lofa þér því að þeir verða enn þá skappaðri eftir tvær, þrjár vikur heldur en í dag og bara það að spila við okkur fyrri leikinn, mér fannst þeir betri í dag heldur en í Danmörku, mér fannst þeir gera betur, voru erfiðir. Mér fannst við hafa aðeins betri tök á þeim úti en ég verð bara að gefa þeim það að þeir spiluðu góðan leik, við spiluðum góðan leik og vorum grátlega nálægt því að fara áfram en gæðin hjá þeim í vissum atvikum gerðu það að verkum að þeir fóru áfram.“ KA mætir Breiðablik strax á sunnudaginn kemur í leik sem búið er að flýta vegna Evrópuverkefnis Breiðabliks í næstu viku og er því stuttur tími fyrir leikmenn að hvíla lúin bein. „Nú þurfum við bara að vera mjög fagmannlegir og hugsa vel um okkur, á morgun er frí og menn hugsa vel um sig svo verður virkilega létt æfing á laugardaginn og svo förum við bara suður og gefum allt í þetta, það er ekki flókið. Við verðum eftir daginn í dag að loka þessari keppni og einbeita okkur að deildinni og þar verður við að ná í stig, hvort sem það er Breiðablik á útivelli eða einhversstaðar annarsstaðar þá bara þurfum við að ná í stig“, sagði Hallgrímur að lokum. Fótbolti KA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var stolur af frammistöðunni en á sama tíma svekkur að liðið sé dottið úr leik. „Bara ótrúlega svekktur og einhvern veginn stoltur á sama tíma. Við gefum hérna frábæru dönsku úrvalsdeildarliði hörku leik yfir tvo leiki og förum með þá í framlengingu og töpum á grátlegan hátt. Þeir ákveða að bara að negla hann í skeytin fyrir utan teig; sláin, niður, skeytin og við klúðrum þremur góður færum. Bæði fyrir það hefðum við getað komist yfir og eftir það skutum við í stöng og fáum opið mark og náum ekki að troða honum inn þannig að ótrúlega svekktur en ég held þegar klukkutímarnir líða þá fer svona svekkelsið að minnka og í rauninni stolið að stækka.“ „Þetta var frábært og þessi dagur hérna, allt þetta KA fólk, Sævar (Pétursson) og þeir í stjórninni sem eru búnir að gera það að verkum að við getum spilað hérna, allir sem mættu, við komumst yfir, lendum undir og komum aftur til baka. Það segir svolítið mikið þegar þjálfari andstæðinganna bað mig afsökunar og fannst ömurlegt að við höfum dottið úr en svona er þetta.“ Íslenskur fótbolti á réttri leið Þrátt fyrir að skora tvö mörk í dag fór KA illa með nokkur færi, m.a. fyrir opnu marki í framlenginunni sem er dýrkeypt í eins mikilvægum leik og í dag. „Þeir hefðu líka getað skorað fleiri skilurðu, það sem maður er kannski svekktur með þegar við tölum um mörkin er að við erum 1-0 yfir og erum þ.a.l. áfram þegar við förum í sókn og ákveðum að gleyma okkur í vörninni, skilja eftir tveir á tvo frá miðju og það er eitthvað sem við viljum ekki gera. Um leið og við gerum einhver smá mistök þá bara refsa þeir. Sá sem skoraði öll þrjú mörkin er bara virkilega góður leikmaður og þeir nýttu sér það. Þú getur talað um eitt og eitt atvik en í heildina bara stóðum við okkur ótrúlega vel. Sýnir bara hvað við erum komnir langt, bæði í KA og íslenskur fótbolti, en nú þurfum við aðeins að leyfa svekkelsinu að leka af okkur í kvöld og svo muna hvað við erum góðir og það er ærið verkefnið í deildinni. Við erum bæði að keppa við topp 6 og í botnbaráttu og ef menn leggja sig svona fram þá verðum við helvíti flottir en það verður verkefni að fá okkur andlega á þann stað að þetta sé búið og nú sé það deildin.“ Þurfa að heimfæra frammistöðuna úr Evrópu yfir í deildina heima fyrir KA er sem stendur í 10. sæti Bestu deildarinnar og hafa verið í fallbaráttu það sem af er tímabils. Er Hallgrímur samt sem áður að horfa í að vera í efri hluta deildarinnar? „Nei alls ekki, ég horfi í allar áttir en þetta snýst bara um það að við þurfum að vera með góðar frammistöður og við þurfum að vera við sjálfir. Mér finnst við undanfarið, í þessum leikjum á móti Silkeborg frábærir, erum búnir að vinna tvo af þrem þar á undan í deildinni og mér finnst bara kominn svona góður bragur á okkur og þá eigum við að ná í þau stig sem þarf til og þegar það er búið þá fer ég að horfa eitthvað annað.“ Hallgrímur segist alltaf hafa haft trú á að KA gæti gefið Silkeborg alvöru einvígi og jafnvel slegið liðið úr keppni. „Já ég hafði trú á því og svona sérstaklega þegar við vorum að skoða þetta og þeir eru búnir að haltra aðeins. Deildin var að byrja hjá þeim og ég skal lofa þér því að þeir verða enn þá skappaðri eftir tvær, þrjár vikur heldur en í dag og bara það að spila við okkur fyrri leikinn, mér fannst þeir betri í dag heldur en í Danmörku, mér fannst þeir gera betur, voru erfiðir. Mér fannst við hafa aðeins betri tök á þeim úti en ég verð bara að gefa þeim það að þeir spiluðu góðan leik, við spiluðum góðan leik og vorum grátlega nálægt því að fara áfram en gæðin hjá þeim í vissum atvikum gerðu það að verkum að þeir fóru áfram.“ KA mætir Breiðablik strax á sunnudaginn kemur í leik sem búið er að flýta vegna Evrópuverkefnis Breiðabliks í næstu viku og er því stuttur tími fyrir leikmenn að hvíla lúin bein. „Nú þurfum við bara að vera mjög fagmannlegir og hugsa vel um okkur, á morgun er frí og menn hugsa vel um sig svo verður virkilega létt æfing á laugardaginn og svo förum við bara suður og gefum allt í þetta, það er ekki flókið. Við verðum eftir daginn í dag að loka þessari keppni og einbeita okkur að deildinni og þar verður við að ná í stig, hvort sem það er Breiðablik á útivelli eða einhversstaðar annarsstaðar þá bara þurfum við að ná í stig“, sagði Hallgrímur að lokum.
Fótbolti KA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Sjá meira