Sport

McGregor tapaði á­frýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Conor McGregor fannst sekur um nauðgun og tapaði áfrýjuninni.
Conor McGregor fannst sekur um nauðgun og tapaði áfrýjuninni. David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images

Fyrrum bardagakappinn Conor McGregor tapaði áfrýjun í skaðabótamáli sem hann var sakfelldur fyrir síðastliðinn nóvember.

McGregor var dæmdur skaðabótaskyldur eftir að hafa nauðgað konu á hóteli í Dyflinn, höfuðborg Írlands, árið 2018.

Konan gat ekki kært hann fyrir kynferðisbrot þar sem það var fyrnt, en höfðaði skaðabótamál gegn McGregor fyrir að brjóta á sér kynferðislega.

McGregor var fundinn sekur um að hafa nauðgað henni og dæmdur til að greiða konunni, Nikitu Hands, um 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur.

McGregor áfrýjaði dómnum á þeim grundvelli að svör hans í yfirheyrslu lögreglu hefðu ekki átt að vera lögð fram sem sönnunargögn í dómsalnum.

Þá færði málflytjandi McGregor einnig rök fyrir því að minnisblaðið sem kviðdómurinn fékk afhent hefði átt að vera orðað öðruvísi.

Áfrýjuninni var með öllu hafnað af þremur dómurum í Dyflinn fyrr í dag. Dómurinn mun því standa og McGregor þarf að greiða skaðabæturnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×