Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:53 Grindavík Vísir/Egill Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir
Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16