Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:53 Grindavík Vísir/Egill Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Það væri alvarlegast ef jarðhræringarnar á Reykjanesi myndu leiða til þess hitaveitan bregðist segir bæjarstjóri Grindavíkur. Það myndi hafa áhrif á allt svæðið, ekki bara Grindavík. Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. Landrisið á Reykjanesi var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Hugsanleg áhrif þeirra á innviði var meginviðfangsefni fundarins en fyrir nefndina komu meðal annars fulltrúar HS orku, Landsvirkjunar og Póst- og fjarskiptastofnunar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, kveðst hafa verulegar áhyggjur af því, ef til þess kemur að jarðhræringarnar hafi áhrif á innviði á borð við rafmagns-, vatns- og hitaveitu.Sjá einnig: Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík „Það sem er alvarlegast er það ef að hitaveitan myndi bregðast. Það er gríðarlegt afl, orkuafl, sem er í heitavatninu og það verður ekki bætt með einhverjum varaaflsstöðvum þannig að það er eiginlega helsta áhyggjuefnið að það myndi eitthvað fara forgörðum í kerfinu sem að ekki gæti fætt, ekki bara Grindavík heldur Suðurnesin,“ segir Fannar. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar.Mynd/Grindavíkurbær Annars sé staðan lítið breytt frá því í gær, allt sé vel vaktað og mælum hafi verið bætt við. Allir leggist á eitt við að vera við öllu búnir ef á reynir. „Það getur vel verið að það muni reyna á til dæmis heilbrigðisstofnanir, Vegagerðina, löggæsluna. Allir þessir aðilar hafa boðist til að bæta í þjónustuna fyrir Grindavík og það getur vel verið að þeir þurfi auka fjárveitingu til þess og ég lét það koma fram á fundinum áðan að það þurfi að huga að þessu,“ segir Fannar. Enn sem komið er hafi þetta ekki reynst dýrt fyrir Grindavíkurbæ. „Þannig að við getum alveg haldið úti okkar þjónustu sem að til þarf. En ef að eitthvað alvarlegra gerist þá hafa menn alveg verið boðnir og búnir til þess, bæði forsætisráðherra og aðrir ráðherrar, þingmenn. Þannig að ég held að við munum eiga góða að ef til þess kæmi,“ segir Fannar. Ekki líkur á að fjarskiptakerfið fari á hliðina Hann segist að fundinum loknum vera öllu rólgeri hvað varðar fjarskiptakerfin en nokkur fjarskiptamöstur eru staðsett uppi á og í grennd við fjallið Þorbjörn. „Menn töldu að það þyrfti mikið til að koma að þetta myndi bregða. Það eru líka ýmsar aðrar sendistöðvar sem eru virkar á svæðinu þannig að það eru ekki líkur á að þetta fari á hliðina segja menn,“ segir Fannar. „Það var líka verið að tala um að það þyrfti að komast upp á Þorbjörn í hvaða veðri sem er og við vorum svona að huga að því. Það eru til auðvitað öflugir bílar sem komast upp þó það sé þarna ófærð og snjór en þetta er mjög mikilvægur staður vegna allra fjarskipta og við þurfum að huga að því, bæði við sem búum þarna og þeir aðilar sem reka starfsemi á fjallinu.“ Þarna má sjá glitta í nokkur fjarskiptamöstur á toppi Þorbjarnar.Vísir
Alþingi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16