Yfir þriggja sentímetra landris við Þorbjörn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. janúar 2020 13:00 Horft yfir Þorbjörn og Grindavík. Vísir/Egill Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi er komið yfir þrjá sentimetra. Jarðeðlisfræðingur segir þensluna óvenju hraða. Hann segir nánast ómöglegt að spá fyrir um framhaldið. Vegagerðin hefur aukið þjónustu á Suðurstrandarvegi og Nesvegi og verður séð til þess að þeir séu færir alla daga og án flughálku. Áframhaldandi landris er rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenju hratt. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt. Og hvað hefur þetta verið mikið landris samtals? „Þetta er í kringum þrír sentímetrar í heildina. Þetta er líklega komið yfir þrjá sentímetra núna.“ Er þetta mikill hraði á þessu, miðað við það sem hægt er að bera saman við þegar landris verður? „Þetta er talsverður hraði. Við höfum alveg séð svona hraða, en það er þá oft í mjög stórum atburðum eins og í Holuhrauni.“ Viltu eitthvað spá fyrir um framhaldið? „Ef þetta er kvika, sem við svo sem höldum, þá er mjög líklegt að þetta sé byrjun á einhverju miklu lengra ferli. Haldi kannski áfram í einhvern tíma og stoppi svo, haldi svo áfram einhvern tímann seinna, jafnvel eftir mánuði eða ár. Það er dæmigerð hegðun hjá mörgum eldfjöllum, Eins og til dæmis Eyjafjallajökli. Hann hegðaði sér svoleiðis í talsvert mörg ár, tvo áratugi allavega áður en hann fór að gjósa. En svo getum við alveg séð hluti gerast hratt.“ Fylgjast vel með flóttaleiðum Fyrstu merki um jarðhræringar á svæðinu voru þann 22. janúar þegar jarðskjálfti upp á 3,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Síðan þá hafa um 200 skjálftar mælst á svæðinu. Í gærkvöldi mældist einn upp á 3,1 að stærð og annar upp á 2,4 rétt eftir klukkan sjö í morgun. Vegagerðin hefur aukið eftirlit með ástandi vega á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum þaðan verða Suðurstrandavegur og Nesvegur færir alla daga og án flughálku. Krýsuvíkurvegur er einnig inni í myndinni en sú leið er víkjandi fyrst í stað. Aðaláherslan verður á að tryggja flóttaleiðir til austurs og vesturs.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38 Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. 28. janúar 2020 08:38
Taskan tilbúin úti í bíl: „Róandi að sjá að það væri ekki á leiðinni yfir okkur sprengigos“ Hjalti Þór Grettisson, íbúi í Grindavík, er við öllu búinn ásamt fjölskyldu sinni ef það skyldi koma til eldgoss í grennd við bæinn. 28. janúar 2020 10:49
Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45
Alvarlegast ef hitaveitan bregst segir bæjarstjórinn í Grindavík Hann hefur vakið athygli þingnefndar á því að hugsanlega þurfi að auka fjárveitingar til ýmissa stofnanna ef þær þurfa að bregðast við. 28. janúar 2020 11:53