Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36