Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36