Íþróttafólkið á ÓL í Tókýó mun sofa á papparúmum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2020 23:30 Papparúmin sem verða í boði fyrir íþróttafólkið á ÓL í Tókýó í sumar. Getty/Kyodo New Eitt af því sem verður að vera í lagi nóttina fyrir mikilvæga íþróttakeppni er gott rúm. Þess vegna vekur það talsverða athygli að rúm íþróttafólksins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verða gerð úr pappa. „Þessi rúm þola upp í 200 kíló,“ sagði Takashi Kitajima, framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins þar sem íþróttafólkið mun gista á meðan leikunum stendur. Það er afar ólíklegt að einhver íþróttafólksins sé þyngri en það. „Þessi rúm eru sterkari en rúm úr tré,“ bætti Kitajima við í viðtali við blaðamann New York Daily News. Cardboard beds for Tokyo 2020 Athletes Village will be an Olympic first https://t.co/101Zj61l2Cpic.twitter.com/4yxL4FXzHm— NY Daily News Sports (@NYDNSports) January 9, 2020 Það mun þó ekki ganga upp að fagna Ólympíuverðlaunum með því að stökkva upp í rúm. „Auðvitað brotna þessi rúm eins og trérúm ef fólk er að hoppa á þeim,“ sagði Takashi Kitajima. Rúmin verða síðan endurunnin eftir leikana og unnin úr þeim endurunninn pappír. Dýnan sjálf er auðvitað ekki úr pappa en hún verður líka endurunnin í alls kyns plasthluti. Það verða átján þúsund papparúm í Ólympíuþorpinu en það er byggt upp af 21 íbúðaturnum. Þetta er í fyrsta sinn sem rúm íþróttafólks á Ólympíuleikunum verða endurnýjanleg eftir leikanna. Forráðamenn Ólympíuleikanna kynntu nýju rúmin í gær en sjálft Ólympíuþorpið verður ekki tilbúið fyrr en í júní. Ólympíuleikarnir hefjast 24. júlí en rúmin verða einnig notuð á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst 25. ágúst. Athletes at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games will sleep on beds made from partially recycled cardboard https://t.co/JXPgrqRZ1Wpic.twitter.com/IDprcPOAxi— Reuters (@Reuters) January 9, 2020 Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Eitt af því sem verður að vera í lagi nóttina fyrir mikilvæga íþróttakeppni er gott rúm. Þess vegna vekur það talsverða athygli að rúm íþróttafólksins á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar verða gerð úr pappa. „Þessi rúm þola upp í 200 kíló,“ sagði Takashi Kitajima, framkvæmdastjóri Ólympíuþorpsins þar sem íþróttafólkið mun gista á meðan leikunum stendur. Það er afar ólíklegt að einhver íþróttafólksins sé þyngri en það. „Þessi rúm eru sterkari en rúm úr tré,“ bætti Kitajima við í viðtali við blaðamann New York Daily News. Cardboard beds for Tokyo 2020 Athletes Village will be an Olympic first https://t.co/101Zj61l2Cpic.twitter.com/4yxL4FXzHm— NY Daily News Sports (@NYDNSports) January 9, 2020 Það mun þó ekki ganga upp að fagna Ólympíuverðlaunum með því að stökkva upp í rúm. „Auðvitað brotna þessi rúm eins og trérúm ef fólk er að hoppa á þeim,“ sagði Takashi Kitajima. Rúmin verða síðan endurunnin eftir leikana og unnin úr þeim endurunninn pappír. Dýnan sjálf er auðvitað ekki úr pappa en hún verður líka endurunnin í alls kyns plasthluti. Það verða átján þúsund papparúm í Ólympíuþorpinu en það er byggt upp af 21 íbúðaturnum. Þetta er í fyrsta sinn sem rúm íþróttafólks á Ólympíuleikunum verða endurnýjanleg eftir leikanna. Forráðamenn Ólympíuleikanna kynntu nýju rúmin í gær en sjálft Ólympíuþorpið verður ekki tilbúið fyrr en í júní. Ólympíuleikarnir hefjast 24. júlí en rúmin verða einnig notuð á Ólympíumóti fatlaðra sem hefst 25. ágúst. Athletes at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games will sleep on beds made from partially recycled cardboard https://t.co/JXPgrqRZ1Wpic.twitter.com/IDprcPOAxi— Reuters (@Reuters) January 9, 2020
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum